Erlent

Slösuðust þegar skotið var úr fall­byssu við há­tíðar­höld í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil hátíðarhöld fara nú fram víða um Noreg í tilefni af þjóðhátíðardegi þeirra, 17. maí. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mikil hátíðarhöld fara nú fram víða um Noreg í tilefni af þjóðhátíðardegi þeirra, 17. maí. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty
Tveir eru slasaðir, þar af einn alvarlega, þegar skotið var úr fallbyssum við hátíðarhöld í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna í austurhluta Noregs fyrr í dag.

Verdens Gang segir frá því að fólkið hafi slasast þegar skotfæri sprakk áður en þeim var komið fyrir í hlaup fallbyssunnar. Atvikið átti sér stað í Mysen í austurhluta landsins.

Þeir sem slösuðust höfðu það hlutverk að koma skotfærum fyrir í fallbyssunum.

Mikil hátíðarhöld fara nú fram víða um Noreg í tilefni af þjóðhátíðardegi þeirra, 17. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×