Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 13:51 Strætisvagninn hafnaði langt utan vegar, líkt og sjá má af þessum myndum af vettvangi nú á öðrum tímanum. Vísir/Jói K. Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Heiðari Helgasyni, upplýsingafulltrúa Strætó, virðist sem bílstjóri vagnsins hafi fengið flogakast við akstur og misst meðvitund með fyrrgreindum afleiðingum. Myndir frá vettvangi sýna að strætisvagninn hafnaði á grasflöt nokkuð langt utan vegar. Bílstjóri og farþegi voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. Þrír farþegar voru í vagninum, leið 7 úr Mosfellsbæ niður í Spöng, þegar slysið varð. Guðmundur hefur eftir lögreglu að bílstjórinn hafi verið meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu að honum. Bílstjórinn var þó kominn til meðvitundar þegar hann var fluttur á slysadeild ásamt einum farþega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Eru áverkar þeirra taldir minniháttar. Lögregla hafði ekki upplýsingar um afdrif hinna farþeganna en vinna stendur enn yfir á vettvangi.Mikið lán að vagninn hafi haldist á hjólunum Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að allir í vagninum virðist hafa sloppið vel frá slysinu og þá hafi aðstæður á slysstað verið nokkuð góðar. „Það var greinilegt hvað hafði gerst, strætó farið hér út af veginum fyrir ofan og runnið hérna niður talsverðan halla eftir bílastæði en hélst alltaf á hjólunum, sem var mikið lán.“ Töluvert viðbragð var vegna slyssins en auk lögreglu sendi slökkvilið dælubíl og þrjá sjúkrabíla á slysstað. Þá hefur annar vagnstjóri verið kallaður út og er leið 7 aftur komin á áætlun eftir óhappið, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fréttin hefur verið uppfærð.Sjúkrabílar voru sendir á vettvang.Vísir/Jói K.Vagninn hélst á hjólunum allan tímann, sem þykir mikil mildi.Vísir/Jói K. Mosfellsbær Samgönguslys Slökkvilið Strætó Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Heiðari Helgasyni, upplýsingafulltrúa Strætó, virðist sem bílstjóri vagnsins hafi fengið flogakast við akstur og misst meðvitund með fyrrgreindum afleiðingum. Myndir frá vettvangi sýna að strætisvagninn hafnaði á grasflöt nokkuð langt utan vegar. Bílstjóri og farþegi voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. Þrír farþegar voru í vagninum, leið 7 úr Mosfellsbæ niður í Spöng, þegar slysið varð. Guðmundur hefur eftir lögreglu að bílstjórinn hafi verið meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu að honum. Bílstjórinn var þó kominn til meðvitundar þegar hann var fluttur á slysadeild ásamt einum farþega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Eru áverkar þeirra taldir minniháttar. Lögregla hafði ekki upplýsingar um afdrif hinna farþeganna en vinna stendur enn yfir á vettvangi.Mikið lán að vagninn hafi haldist á hjólunum Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að allir í vagninum virðist hafa sloppið vel frá slysinu og þá hafi aðstæður á slysstað verið nokkuð góðar. „Það var greinilegt hvað hafði gerst, strætó farið hér út af veginum fyrir ofan og runnið hérna niður talsverðan halla eftir bílastæði en hélst alltaf á hjólunum, sem var mikið lán.“ Töluvert viðbragð var vegna slyssins en auk lögreglu sendi slökkvilið dælubíl og þrjá sjúkrabíla á slysstað. Þá hefur annar vagnstjóri verið kallaður út og er leið 7 aftur komin á áætlun eftir óhappið, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fréttin hefur verið uppfærð.Sjúkrabílar voru sendir á vettvang.Vísir/Jói K.Vagninn hélst á hjólunum allan tímann, sem þykir mikil mildi.Vísir/Jói K.
Mosfellsbær Samgönguslys Slökkvilið Strætó Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira