Ekki vitað til þess að bílstjórinn hafi áður fengið flog Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 16:07 Vagninn hélst alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi. Mynd er frá vettvangi í dag. Vísir/Jói K. Strætó bs. hefur ekki vitneskju um að bílstjórinn, sem ók strætisvagninum sem hafnaði utan vegar í Mosfellsbæ í dag, hafi áður fengið flog. Talið er að hann hafi fengið flogakast undir stýri og misst meðvitund, með fyrrgreindum afleiðingum. Alls voru fjórir í strætisvagninum þegar hann fór út af veginum á öðrum tímanum í dag. Vagninn, sem var á leið 7 frá Mosfellsbæ í átt að Spönginni, rann niður talsverðan halla eftir bílastæði fyrir neðan veginn. Hann hélst þó alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi, og voru meiðsl farþega og bílstjóra metin minniháttar. Sjá einnig: Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Bílstjórinn hefur ekið vögnum Strætó í yfir tuttugu ár, að sögn Guðmundar Heiðar Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó. Hann, ásamt einum farþega, var fluttur á slysadeild eftir slysið og var þá kominn til meðvitundar. Guðmundur hefur eftir eiginkonu bílstjórans að hann gangist nú undir rannsóknir á spítala og margt bendi til flogakasts, sem bílstjórinn hafi ekki fengið áður. Guðmundur gerir ráð fyrir að bílstjórinn fari í leyfi frá störfum í kjölfar slyssins og staðan verði svo tekin aftur í framhaldinu. Margar ástæður geta legið að baki flogaköstum og er flogaveiki aðeins ein þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um flogaveiki á Vísindavefnum. Þannig eru einstaklingar sem fá flog ekki endilega flogaveikir og þá er þekkt að fólk fái fyrst flog á efri árum. Vinnu á vettvangi slyssins við Álafosskvos í Mosfellsbæ lauk fyrir stundu en búið er að koma bílnum upp á veginn og aka honum í burt. Einhverjar skemmdir urðu á vagninum við slysið en umfang tjónsins er þó enn ekki ljóst. Mosfellsbær Samgönguslys Strætó Tengdar fréttir Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Strætó bs. hefur ekki vitneskju um að bílstjórinn, sem ók strætisvagninum sem hafnaði utan vegar í Mosfellsbæ í dag, hafi áður fengið flog. Talið er að hann hafi fengið flogakast undir stýri og misst meðvitund, með fyrrgreindum afleiðingum. Alls voru fjórir í strætisvagninum þegar hann fór út af veginum á öðrum tímanum í dag. Vagninn, sem var á leið 7 frá Mosfellsbæ í átt að Spönginni, rann niður talsverðan halla eftir bílastæði fyrir neðan veginn. Hann hélst þó alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi, og voru meiðsl farþega og bílstjóra metin minniháttar. Sjá einnig: Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Bílstjórinn hefur ekið vögnum Strætó í yfir tuttugu ár, að sögn Guðmundar Heiðar Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó. Hann, ásamt einum farþega, var fluttur á slysadeild eftir slysið og var þá kominn til meðvitundar. Guðmundur hefur eftir eiginkonu bílstjórans að hann gangist nú undir rannsóknir á spítala og margt bendi til flogakasts, sem bílstjórinn hafi ekki fengið áður. Guðmundur gerir ráð fyrir að bílstjórinn fari í leyfi frá störfum í kjölfar slyssins og staðan verði svo tekin aftur í framhaldinu. Margar ástæður geta legið að baki flogaköstum og er flogaveiki aðeins ein þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um flogaveiki á Vísindavefnum. Þannig eru einstaklingar sem fá flog ekki endilega flogaveikir og þá er þekkt að fólk fái fyrst flog á efri árum. Vinnu á vettvangi slyssins við Álafosskvos í Mosfellsbæ lauk fyrir stundu en búið er að koma bílnum upp á veginn og aka honum í burt. Einhverjar skemmdir urðu á vagninum við slysið en umfang tjónsins er þó enn ekki ljóst.
Mosfellsbær Samgönguslys Strætó Tengdar fréttir Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51