Lífið

Þetta hafa erlendir blaðamenn að segja um Hatara

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Atriði okkar Íslendinga er nokkuð vinsælt á meðal blaðamanna.
Atriði okkar Íslendinga er nokkuð vinsælt á meðal blaðamanna.
Í kvöld tekur Hatari þátt í lokakvöldinu í Eurovision og flytur þá lagið Hatrið mun sigra en Ísland er 17. atriðið í kvöld.

Keppnin er haldin í Expo-höllinni í Tel Aviv og hefur Íslandi verið spáð á topp tíu listann nánast alla vikuna.

Í blaðmannahöllinni í Tel Aviv er nokkur hundruð Eurovision-sérfræðingar og verður rætt við nokkra þeirra í Júrógarðinum í dag.

Þeir voru flestir sammála um það að lagið myndi skera sig út í kvöld og voru bjartsýnir fyrir okkar hönd.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður Kolbeinn Tumi Daðason einnig á svæðinu og mun hann ýmist skrifa pistla og fréttir frá Tel Aviv en Júrógarðurinn er í boði Domino´s.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.