Lífið

Klemens negldi falsettuna á dómararennslinu

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Klemens var frábær í kvöld.
Klemens var frábær í kvöld. Eurovision.tv
Í kvöld kom Hatari fram á dómararennslinu í Eurovision og flutti lagið Hatrið mun sigra en Ísland var 17. atriðið á sviðið. Keppnin er haldin í Expo-höllinni í Tel Aviv og hefur Íslandi verið spáð á topp tíu listann nánast alla vikuna.

Dómararennslið gekk vonum framar og það vakti sérstaka athygli blaðamanna hvað Klemens Hannigan stóð sig vel í falsettunni og sló hreinlega ekki feilnótu. Allt gekk upp og voru enginn mistök gerð.

Sjá einnig:Þetta eiga dómararnir að hafa í huga

Blaðamenn í höllinni fylgdust einbeittir með og var fögnuðurinn vel yfir meðallagi þegar atriðið var búið. Ísland rokkar á milli annars og þriðja sætis í atkvæðagreiðslu blaðamanna í höllinni en henni lýkur annað kvöld.

Ísland hefur ekki verið með á lokakvöldinu síðan 2014 þegar Pollapönk tók þátt fyrir okkar hönd. Annað kvöld er því loksins komið að stóru stundinni þegar Evrópa fær tækifæri til að kjósa Ísland í keppninni.

Hér að neðan má sjá viðbrögð erlendra blaðmanna í gegnum flutning Hatara.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.