Þetta er pínulítið Júróvisjón! Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:00 Margrét Bóasdóttir. Mynd/fréttablaðið „Þetta hefur verið stórkostlegur tími,“ segir Margrét Bóasdóttir um þau fjórtán ár sem hún hefur stjórnað Kvennakór Háskóla Íslands. Nú hefur hún ákveðið að stíga til hliðar en rifjar upp tildrög stofnunar kórsins. „Ég var einu sinni með stúlknakór við Selfosskirkju og þegar hann ákvað að efna til endurfunda árið 2005 kom í ljós að hann var allur kominn í Háskóla Íslands og ég var þar líka við MBA-nám. Þetta var árið sem Kristín Ingólfsdóttir varð rektor, fyrst kvenna, og líka fyrsta árið sem kvenkyns nemendur fóru yfir 50% við skólann. Við töldum þetta vera teikn og nú yrði að koma kvennakór! Fyrir var auðvitað Háskólakórinn, stofnaður 1972 og starfar enn, en við bentum á að það væru sjö kórar við Harvard, því mætti ekki minna en að hafa tvo við HÍ.“ Í kórnum hefur alltaf verið umtalsverður fjöldi erlendra stúdenta, að sögn Margrétar. „Það hefur auðgað starfið að við höfum verið með stúlkur frá öllum heimshornum, nú síðast frá Kína. Við vorum boðnar til Kína í fyrra og sungum fjöldann allan af lögum á kínversku. Höfum líka sungið á rússnesku, eistnesku og japönsku, fyrir utan ensku, frönsku, þýsku og Norðurlandamálin. Ég hef haft þá stefnu að æfa að minnsta kosti eitt lag á ári á móðurmáli hverrar þjóðar sem á fulltrúa í kórnum. Allar stúlkurnar hafa annaðhvort verið í kór eða lært á hljóðfæri. Þá getum við tekist á við vandasamari verkefni og verið fljótari að vinna.“Á tónleikunum í dag syngur hópur fyrri kórfélaga með í nokkrum lögum.Nú víkur talinu að vortónleikunum í dag klukkan 16 í Hátíðasalnum. „Það var ákveðið, af því að þetta eru þeir síðustu sem ég stjórna, að taka nokkur erlend lög sem kórinn hefur elskað í gegnum tíðina og stelpunum hefur þótt skemmtilegast að syngja. Við erum með spænskt lag og annað amerískt – þetta er pínulítið Júróvisjón!“ Hún segir Þorvald Gylfason hafa gaukað lögum að kórnum gegnum tíðina. „Þegar við urðum 10 ára, 2015, gaf Þorvaldur okkur tíu laga flokk og nú frumflytjum við tvö þeirra við sonnettur Kristjáns Hreinssonar. Erum líka með skemmtilegt lag eftir Þorvald við texta bróður hans, Vilmundar Gylfasonar, það er mikill húmor í því. Við heiðrum minningu Atla Heimis og höfum líka tekið ástfóstri við lög Jóns Ásgeirssonar. Svo syngjum við lög eftir Pétur Grétarsson, sem er fantafínt tónskáld en betur þekktur sem slagverksleikari og útvarpsmaður. Hann samdi tónlist við Híbýli vindanna sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og við syngjum þrjú lög sem ég fullyrði að hafi aldrei heyrst áður utan leiksviðs. Pétur spilar með á harmóníku, það er nýr tónn hjá okkur.“ Kórinn er svo heppinn að hafa í sínum röðum píanóleikarann Arnbjörgu Arnardóttur. „Hún spilar ótrúlega vel og hefði, hæfileika sinna vegna, getað verið á pari við Víking Heiðar, en ákvað að fara í tölvuverkfræði í staðinn,“ segir Margrét. Að endingu getur hún þess að kórinn hafi notið mikillar velvildar hjá Háskólanum og sungið við ýmis tækifæri á vegum hans. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta hefur verið stórkostlegur tími,“ segir Margrét Bóasdóttir um þau fjórtán ár sem hún hefur stjórnað Kvennakór Háskóla Íslands. Nú hefur hún ákveðið að stíga til hliðar en rifjar upp tildrög stofnunar kórsins. „Ég var einu sinni með stúlknakór við Selfosskirkju og þegar hann ákvað að efna til endurfunda árið 2005 kom í ljós að hann var allur kominn í Háskóla Íslands og ég var þar líka við MBA-nám. Þetta var árið sem Kristín Ingólfsdóttir varð rektor, fyrst kvenna, og líka fyrsta árið sem kvenkyns nemendur fóru yfir 50% við skólann. Við töldum þetta vera teikn og nú yrði að koma kvennakór! Fyrir var auðvitað Háskólakórinn, stofnaður 1972 og starfar enn, en við bentum á að það væru sjö kórar við Harvard, því mætti ekki minna en að hafa tvo við HÍ.“ Í kórnum hefur alltaf verið umtalsverður fjöldi erlendra stúdenta, að sögn Margrétar. „Það hefur auðgað starfið að við höfum verið með stúlkur frá öllum heimshornum, nú síðast frá Kína. Við vorum boðnar til Kína í fyrra og sungum fjöldann allan af lögum á kínversku. Höfum líka sungið á rússnesku, eistnesku og japönsku, fyrir utan ensku, frönsku, þýsku og Norðurlandamálin. Ég hef haft þá stefnu að æfa að minnsta kosti eitt lag á ári á móðurmáli hverrar þjóðar sem á fulltrúa í kórnum. Allar stúlkurnar hafa annaðhvort verið í kór eða lært á hljóðfæri. Þá getum við tekist á við vandasamari verkefni og verið fljótari að vinna.“Á tónleikunum í dag syngur hópur fyrri kórfélaga með í nokkrum lögum.Nú víkur talinu að vortónleikunum í dag klukkan 16 í Hátíðasalnum. „Það var ákveðið, af því að þetta eru þeir síðustu sem ég stjórna, að taka nokkur erlend lög sem kórinn hefur elskað í gegnum tíðina og stelpunum hefur þótt skemmtilegast að syngja. Við erum með spænskt lag og annað amerískt – þetta er pínulítið Júróvisjón!“ Hún segir Þorvald Gylfason hafa gaukað lögum að kórnum gegnum tíðina. „Þegar við urðum 10 ára, 2015, gaf Þorvaldur okkur tíu laga flokk og nú frumflytjum við tvö þeirra við sonnettur Kristjáns Hreinssonar. Erum líka með skemmtilegt lag eftir Þorvald við texta bróður hans, Vilmundar Gylfasonar, það er mikill húmor í því. Við heiðrum minningu Atla Heimis og höfum líka tekið ástfóstri við lög Jóns Ásgeirssonar. Svo syngjum við lög eftir Pétur Grétarsson, sem er fantafínt tónskáld en betur þekktur sem slagverksleikari og útvarpsmaður. Hann samdi tónlist við Híbýli vindanna sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og við syngjum þrjú lög sem ég fullyrði að hafi aldrei heyrst áður utan leiksviðs. Pétur spilar með á harmóníku, það er nýr tónn hjá okkur.“ Kórinn er svo heppinn að hafa í sínum röðum píanóleikarann Arnbjörgu Arnardóttur. „Hún spilar ótrúlega vel og hefði, hæfileika sinna vegna, getað verið á pari við Víking Heiðar, en ákvað að fara í tölvuverkfræði í staðinn,“ segir Margrét. Að endingu getur hún þess að kórinn hafi notið mikillar velvildar hjá Háskólanum og sungið við ýmis tækifæri á vegum hans.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira