Lífið

Sá rússneski fækkaði fötum og Serhat kíkti í óvænta heimsókn til blaðamanna

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Sergey Lazarev ásamt hópnum sínum.
Sergey Lazarev ásamt hópnum sínum. Getty/Guy Prives
Nú styttist óðum í stóra augnablikið þar sem úrslit Eurovision fara fram. Þjóðirnar 26 reyna hvað þær geta til að koma sér á framfæri og tryggja sér atkvæði Evrópuþjóðanna auk Ástralíu.

Sergey Lazarev tekur á því í ræktinni. Það má sjá á mynd sem hann birtir á samfélagsmiðlum í morgun rétt til að minna á keppnina í kvöld og atkvæðagreiðsluna þar sem hann treystir á atkvæði fólks.

Hollendingurinn Duncan Laurence er enn talinn langlíklegastur til að standa uppi sem sigurvegari í kvöld. Einhverjir telja að myndband hans þar sem hann kemur því sem næst nakinn fram hafi eitthvað með vinsældir þess hollenska að gera. Aðrir segja lagið einfaldlega neglu.

Þá hafa Eurovision aðdáendur tekið eftir því að þjóðir eru að auglýsa númerið sitt á samfélagsmiðlum.

Tyrkinn Serhat, sem syngur framlag San Marino, kíkti svo í óvænta heimsókn í blaðamannahöllina áðan. Þar fengu einhverjir blaðamenn að taka myndir af sér og hann veitti nokkur viðtöl. Eitthvað sem skilar kannski einhverjum atkvæðum til smáríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.