Hvað gerðist í flutningi Hatara? Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 20:50 Andrean, einn af dönsurum Hatara, heldur hér utan um Matthías Tryggva Haraldsson söngvara. Nordicphotos/Getty Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019 Eurovision Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019
Eurovision Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira