
Kjellberg hefur eytt tístinu og gerði hann það eftir að meðlimir Hatar veifuðu fána Palestínu í stigagjöfinni.
Felix Kjellberg, sem er betur þekktur sem PewDiePie, er Svíi sem aflar sér tekjur á því að deila myndböndum á YouTube.
Hann er á því að Ísland sé eina þjóðin sem eigi skilið að vinna Eurovision.
Felix rekur vinsælustu rásina á Youtube þar sem hann birtir myndbönd af sér að spila tölvuleiki. Tæplega 96 milljónir manna eru áskrifendur að rásinni hans.
Hann birtir færslu á Twitter þar sem stendur: „Eina þjóðin sem á skilið að vinna Eurovision er Ísland.“