Það má segja að frændur okkar í dómnefndunum á Norðurlöndunum hafi ekki fallið fyrir lagi Hatara, Hatrið getur sigrað. Í það minnsta ef marka má stigagjöfina í Eurovision í kvöld. Íslendingar hafa árum saman getað gengið að stigum nokkuð vísum frá Norðurlandaþjóðunum. En ekki í kvöld.
Rétt er að taka fram að aðeins er um að ræða hlut dómnefnda, ekki í símakosningunni.
Hatari fékk ekkert stig frá Ísrael sem kom svo sem ekki á óvart. En að ekkert stig fékkst frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi hlýtur að vera einsdæmi án þess að blaðamaður hafi lagst yfir tölfræðina frá 1986.
Oft hefur verið rætt um pólitíkina í Eurovision þar sem nágrannaþjóðir standa hver með annarri. Dæmi um þetta sáust í kvöld en svo sannarlega ekki í tilfelli Íslands og hinna Norðurlandanna þegar kom að dómnefndunum.
Hver dómnefnd er skipuð fimm sérfræðingum en hún miðar við frammistöðuna á dómararennslinu í gærkvöldi.
Sérfræðingarnir á Norðurlöndunum gáfu Íslandi engin stig
