Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Andri Eysteinsson skrifar 19. maí 2019 11:15 Atvikið umdeilda, í beinni útsendingu. Skjáskot/RÚV „Það var ekkert annað í stöðunni, það er ekki hægt að halda svona keppni sem á að snúast um sameiningu og frið meðal manna, sem er fallegt í sjálfu sér, en miðað við það sem á sér stað í þessu landi er ekki hægt að líta fram hjá því. Við viljum að listin minni á stærra samhengið,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara í viðtali við RÚV eftir úrslitakvöld Eurovision í Tel Aviv í gærkvöld. Eins og þjóð veit, flögguðu liðsmenn Hatara palestínskum fánum þegar stig, sem Ísland hlaut í símakosningu, voru tilkynnt af kynnum kvöldsins Bar Refaeli og Erez Tal. Uppi varð fótur og fit í græna herberginu, Hatara var snögglega kippt úr mynd og heyra mátti baul úr áhorfendaskaranum. Öryggisgæsla og starfsmenn Eurovision héldu rakleitt að íslenska hópnum og heimtuðu að fá fánana afhenta. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, tók herlegheitin upp á myndband sem birst hefur víða, þar á meðal á Vísi. „Það var þyngra hljóð í græna herberginu og magnað að finna viðbrögðin strax eftir. Ísraelsmenn og aðrir keppendur ýmist hrósuðu okkur eða bölvuðu. Það var rafmagnað og pólaríserað andrúmsloft,“ sagði Matthías Tryggvi um ástandið skömmu eftir gjörning Hatara „Þetta var áætlunin og þetta var vonandi til þess fallið að vekja spurningar, en ekki gert af neinum fjandskap. Bara af ást, við veifuðum þessum klútum af ást og það er svo afhjúpandi að finna bæði arabísk og ísraelsk viðbrögð, þau eru bæði blönduð og vonandi spyrja menn sig spurninga,“ bætti Matthías við.Að neðan má sjá uppákomuna og fyrri ummæli Hatara um hernámið hér úti í Tel Aviv.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur.Samtökin PACBI, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael gáfu til dæmis lítið fyrir gjörning Hatara og sagði að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu væri ekki hægt að jafna út þann skaða sem listamenn geri mannréttindabaráttunni með þátttöku í keppninni í Ísrael.Það þarf umræðu um að ísrael þurfi að svara fyrir gjörðir sínar, að ísrael sé aðskilnaðarríki og varpa sviðsljósinu á raunverulega Palestínu Ekkert sem Hatarar gerðu kveiktu á þeirri umræðu nema að gera lítið úr raunverulegum palestínskum aðgerðarsinnum #12stig — #freePALESTINE #BOYCOTTisrael (@asgeirsd) May 19, 2019Congrats #Iceland for your brave statement at the #EurovisionSongContest! It needs people like you to change the world. Even though I don't like your music, I highly respect your move yesterday! You don't need to be against Israel to show your commitment with Palestine! pic.twitter.com/bs5g0Mn5NJ — Alma (@AlmiVanJogi) May 19, 2019Ef Hatara væri raunverulega annt um baráttu Palestínumanna en ekki bara rassgatið á sjálfum sér þá hefðu þeir dregið sig úr keppni og komið með yfirlýsingu um það sem hefði fengið mun meiri athygli “til hjálpar baráttunni”. #12stig #0stig — Linda Ósk (@lindaoska) May 19, 2019Það er meiri aktívismi að lyfta fána Palestínu á þessu sviði en að horfa ekki á sjónvarpið. #sorrynotsorry #12stig #0stig — Atli Jasonarson (@atlijas) May 18, 2019Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.Vísir/GettyKlútar Hatara í palestínsku fánalitunum voru þó ekki einu ummerkin um Palestínu sem birtust á skjám Eurovision áhorfenda í gærkvöldi. Glöggir gátu séð palestínskan fána á baki dansara söngkonunnar Madonnu sem, ásamt rapparanum Quavo úr hljómsveitinni Migos, flutti lög á meðan að á símakosningu stóð. Einn dansara Madonnu bar eins og áður segir palestínskan fána á bakinu en annar ísraelskan fána. Framkvæmdastjórn Eurovision segir fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriði endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana. Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin og fánar Palestínu fóru á loft.Sömu skilaboðum var komið til Hatara fyrr í vikunni en í viðtali við SVT greindu Hatarar frá því að þeir hefðu verið múlbundnir eftir fund með Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision. EBU (Samband evrópskra sjónvarpsstöðva) vissi ekki af fyrirætlunum Hatara en það gerði starfsfólk RÚV, sem er statt í Tel Aviv með Hatara, ekki heldur. „Ég held það já [að starfsmenn RÚV hafi ekki vitað af gjörningnum], það var ekkert endilega áætlunin að brjóta reglurnar af settu ráði. Það er einhver lína þarna enginn veit svo sem hvar hún er enda er þversögn að segja að þessi keppni sé ópólitísk,“ sagði Matthías. Þá virðist svo vera að ekki einu sinni allir Hatarar hafi vitað af gjörningnum. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palestínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Ljóst er að gjörningur Hatara hafi ekki fallið vel í kramið hjá EBU, búist er við einhverjum viðbrögðum frá EBU og líklegt þykir að Íslandi bíði einhver viðurlög vegna framgöngu Hatara. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í viðtali við RÚV ekki vita hverjar afleiðingarnar verði af uppátækinu. „Ég hreinlega veit það ekki, EBU er búið að tilkynna mér að það verði einhver viðbrögð, við sjáum til hver þau verða. Ég vona að þetta sé bara stormur í vatnsglasi sem gangi yfir í nótt og á morgun, sagði Felix. Matthías Tryggvi virðist heldur ekki hafa miklar áhyggjur af eftirmálanum. „Ég er ekki sérfræðingur í gangverki keppninnar, eftirmálanum. Við urðum að breikka samhengi keppninnar með einhverjum hætti, við kusum að gera það bæði með atriðinu okkar og með þessum hætti,“ sagði Matthías í áðurnefndu viðtali við RÚV. Skömmu eftir keppni í gærkvöld hafði blaðamaður Vísis náð stuttlega tali af Matthíasi sem sagði einfaldlega „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi.“ Eurovision Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira
„Það var ekkert annað í stöðunni, það er ekki hægt að halda svona keppni sem á að snúast um sameiningu og frið meðal manna, sem er fallegt í sjálfu sér, en miðað við það sem á sér stað í þessu landi er ekki hægt að líta fram hjá því. Við viljum að listin minni á stærra samhengið,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara í viðtali við RÚV eftir úrslitakvöld Eurovision í Tel Aviv í gærkvöld. Eins og þjóð veit, flögguðu liðsmenn Hatara palestínskum fánum þegar stig, sem Ísland hlaut í símakosningu, voru tilkynnt af kynnum kvöldsins Bar Refaeli og Erez Tal. Uppi varð fótur og fit í græna herberginu, Hatara var snögglega kippt úr mynd og heyra mátti baul úr áhorfendaskaranum. Öryggisgæsla og starfsmenn Eurovision héldu rakleitt að íslenska hópnum og heimtuðu að fá fánana afhenta. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, tók herlegheitin upp á myndband sem birst hefur víða, þar á meðal á Vísi. „Það var þyngra hljóð í græna herberginu og magnað að finna viðbrögðin strax eftir. Ísraelsmenn og aðrir keppendur ýmist hrósuðu okkur eða bölvuðu. Það var rafmagnað og pólaríserað andrúmsloft,“ sagði Matthías Tryggvi um ástandið skömmu eftir gjörning Hatara „Þetta var áætlunin og þetta var vonandi til þess fallið að vekja spurningar, en ekki gert af neinum fjandskap. Bara af ást, við veifuðum þessum klútum af ást og það er svo afhjúpandi að finna bæði arabísk og ísraelsk viðbrögð, þau eru bæði blönduð og vonandi spyrja menn sig spurninga,“ bætti Matthías við.Að neðan má sjá uppákomuna og fyrri ummæli Hatara um hernámið hér úti í Tel Aviv.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur.Samtökin PACBI, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael gáfu til dæmis lítið fyrir gjörning Hatara og sagði að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu væri ekki hægt að jafna út þann skaða sem listamenn geri mannréttindabaráttunni með þátttöku í keppninni í Ísrael.Það þarf umræðu um að ísrael þurfi að svara fyrir gjörðir sínar, að ísrael sé aðskilnaðarríki og varpa sviðsljósinu á raunverulega Palestínu Ekkert sem Hatarar gerðu kveiktu á þeirri umræðu nema að gera lítið úr raunverulegum palestínskum aðgerðarsinnum #12stig — #freePALESTINE #BOYCOTTisrael (@asgeirsd) May 19, 2019Congrats #Iceland for your brave statement at the #EurovisionSongContest! It needs people like you to change the world. Even though I don't like your music, I highly respect your move yesterday! You don't need to be against Israel to show your commitment with Palestine! pic.twitter.com/bs5g0Mn5NJ — Alma (@AlmiVanJogi) May 19, 2019Ef Hatara væri raunverulega annt um baráttu Palestínumanna en ekki bara rassgatið á sjálfum sér þá hefðu þeir dregið sig úr keppni og komið með yfirlýsingu um það sem hefði fengið mun meiri athygli “til hjálpar baráttunni”. #12stig #0stig — Linda Ósk (@lindaoska) May 19, 2019Það er meiri aktívismi að lyfta fána Palestínu á þessu sviði en að horfa ekki á sjónvarpið. #sorrynotsorry #12stig #0stig — Atli Jasonarson (@atlijas) May 18, 2019Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.Vísir/GettyKlútar Hatara í palestínsku fánalitunum voru þó ekki einu ummerkin um Palestínu sem birtust á skjám Eurovision áhorfenda í gærkvöldi. Glöggir gátu séð palestínskan fána á baki dansara söngkonunnar Madonnu sem, ásamt rapparanum Quavo úr hljómsveitinni Migos, flutti lög á meðan að á símakosningu stóð. Einn dansara Madonnu bar eins og áður segir palestínskan fána á bakinu en annar ísraelskan fána. Framkvæmdastjórn Eurovision segir fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriði endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana. Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin og fánar Palestínu fóru á loft.Sömu skilaboðum var komið til Hatara fyrr í vikunni en í viðtali við SVT greindu Hatarar frá því að þeir hefðu verið múlbundnir eftir fund með Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision. EBU (Samband evrópskra sjónvarpsstöðva) vissi ekki af fyrirætlunum Hatara en það gerði starfsfólk RÚV, sem er statt í Tel Aviv með Hatara, ekki heldur. „Ég held það já [að starfsmenn RÚV hafi ekki vitað af gjörningnum], það var ekkert endilega áætlunin að brjóta reglurnar af settu ráði. Það er einhver lína þarna enginn veit svo sem hvar hún er enda er þversögn að segja að þessi keppni sé ópólitísk,“ sagði Matthías. Þá virðist svo vera að ekki einu sinni allir Hatarar hafi vitað af gjörningnum. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palestínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Ljóst er að gjörningur Hatara hafi ekki fallið vel í kramið hjá EBU, búist er við einhverjum viðbrögðum frá EBU og líklegt þykir að Íslandi bíði einhver viðurlög vegna framgöngu Hatara. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í viðtali við RÚV ekki vita hverjar afleiðingarnar verði af uppátækinu. „Ég hreinlega veit það ekki, EBU er búið að tilkynna mér að það verði einhver viðbrögð, við sjáum til hver þau verða. Ég vona að þetta sé bara stormur í vatnsglasi sem gangi yfir í nótt og á morgun, sagði Felix. Matthías Tryggvi virðist heldur ekki hafa miklar áhyggjur af eftirmálanum. „Ég er ekki sérfræðingur í gangverki keppninnar, eftirmálanum. Við urðum að breikka samhengi keppninnar með einhverjum hætti, við kusum að gera það bæði með atriðinu okkar og með þessum hætti,“ sagði Matthías í áðurnefndu viðtali við RÚV. Skömmu eftir keppni í gærkvöld hafði blaðamaður Vísis náð stuttlega tali af Matthíasi sem sagði einfaldlega „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi.“
Eurovision Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira