Koepka varði risatitilinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2019 22:42 Brooks Koepka hélt út þrátt fyrir slæman dag vísir/getty Brooks Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu í golfi, öðru risamóti ársins í karlagolfinu. Koepka leiddi allt mótið og það nokkuð örugglega en hann átti slæman kafla í dag sem hefði getað reynst honum dýr ef ekki hefði verið fyrir forystuna. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á skolla en jafnaði hann út með fugli á fjórðu holu. Hann lék nokkuð stöðugt golf fyrstu holurnar og sótti sér svo annan fugl á tíundu holu. Þá fór heldur betur að halla undir fæti og hann fékk fjóra skolla í röð. Þá minnkaði forysta hans all verulega því landi hans Dustin Johnson átti mjög góðan hring og var á þremur höggum undir pari á meðan Koepka brást bogalistin. Munurinn varð minnst eitt högg. Koepka náði hins vegar í mikilvæg pör á lokametrunum á meðan Johnson fékk tvo skolla undir lokin og sigldi Koepka sigrinum heim..@DJohnsonPGA has trimmed Koepka's 7-shot lead. He now trails by only TWO. #LiveUnderParpic.twitter.com/A4sPcpEcwz — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace enduðu jafnir í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari. Lucas Bjerregaard átti eitt af augnablikum dagsins þegar hann sló holu í höggi á sautjándu braut. Það var hins vegar í eina skiptið sem Daninn fór undir parið á hringnum í dag, hann endaði á þremur yfir pari jafn í 18. sætiOne hop and in for the hole-in-one! A major moment for @LBjerregaard. pic.twitter.com/C2ONnrcUVq — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Brooks Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu í golfi, öðru risamóti ársins í karlagolfinu. Koepka leiddi allt mótið og það nokkuð örugglega en hann átti slæman kafla í dag sem hefði getað reynst honum dýr ef ekki hefði verið fyrir forystuna. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á skolla en jafnaði hann út með fugli á fjórðu holu. Hann lék nokkuð stöðugt golf fyrstu holurnar og sótti sér svo annan fugl á tíundu holu. Þá fór heldur betur að halla undir fæti og hann fékk fjóra skolla í röð. Þá minnkaði forysta hans all verulega því landi hans Dustin Johnson átti mjög góðan hring og var á þremur höggum undir pari á meðan Koepka brást bogalistin. Munurinn varð minnst eitt högg. Koepka náði hins vegar í mikilvæg pör á lokametrunum á meðan Johnson fékk tvo skolla undir lokin og sigldi Koepka sigrinum heim..@DJohnsonPGA has trimmed Koepka's 7-shot lead. He now trails by only TWO. #LiveUnderParpic.twitter.com/A4sPcpEcwz — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace enduðu jafnir í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari. Lucas Bjerregaard átti eitt af augnablikum dagsins þegar hann sló holu í höggi á sautjándu braut. Það var hins vegar í eina skiptið sem Daninn fór undir parið á hringnum í dag, hann endaði á þremur yfir pari jafn í 18. sætiOne hop and in for the hole-in-one! A major moment for @LBjerregaard. pic.twitter.com/C2ONnrcUVq — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira