Segir eiginmann sinn beittan andlegu ofbeldi í fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 23:30 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó.
Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29