Áhættan í þínu viðskiptasafni Kári Finnsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Vísbendingar eru um að útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja sé að aukast og því skiptir töluverðu máli fyrir fyrirtæki að fylgjast með því hvernig áhættan í þeirra viðskiptasafni er að þróast. Fyrirtæki sem eru meðvituð um sína stöðu eru betur í stakk búin til að grípa til aðgerða þegar áhættan á töpuðum kröfum eykst. Til þess að geta lagt mat á stöðuna er nauðsynlegt að hafa áreiðanleg gögn innan handar. Samkvæmt nýlegri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja er nýskráningum á vanskilaskrá farið að fjölga eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Rúm 3% íslenskra fyrirtækja komu ný inn á skrá á síðustu sex mánuðum en það er hærra hlutfall en hefur mælst á sambærilegu tímabili á síðustu tveimur árum. Alls eru 12,3% allra einkahlutafélaga og hlutafélaga á Íslandi á vanskilaskrá samkvæmt nýjustu mælingum. Þegar vanskil eru greind þá er ekki nóg að skoða aðeins fjölda fyrirtækja á vanskilaskrá heldur þarf einnig að líta til nýskráninga. Lögaðilar geta verið mislengi á skrá og því gefa nýskráningar betri mynd af því hver þróunin er hverju sinni. Sjá má aukningu á nýskráningum í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðfylgjandi mynd sýnir að mesta aukningin á sér stað í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun. Þá komu 4,62% fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun. Aukin umsvif – aukin áhætta Því stærra sem viðskiptasafn fyrirtækja er því erfiðara getur verið að halda utan um mögulega áhættu í því safni. Örar breytingar á viðskiptavinum gera þessa vinnu enn erfiðari og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki temji sér skilvirkar vinnureglur til að halda utan um viðskiptin. Eins skiptir miklu máli að fylgja eftir breytingum í viðskiptasafninu til að takmarka líkurnar á vanefndum viðskiptavina. Þegar ákvarðanir um reikningsviðskipti eru teknar þurfa þær ákvarðanir að vera byggðar á gögnum frekar en huglægu mati hverju sinni. Sérfræðiþekking skiptir miklu máli við ákvarðanatöku en hún nýtist illa ef hún er ekki tekin á traustum grundvelli áreiðanlegra gagna. Einnig eru auknar kröfur gerðar til fyrirtækja um hraða og nákvæmni í viðskiptum. Það er ljóst að þessum kröfum verður ekki mætt einungis með mannshöndinni. Kostir við sjálfvirkar ákvarðanir Sérstaða Creditinfo er fólgin í öflun nauðsynlegra upplýsinga til að styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Við höfum fundið fyrir því að fyrirtæki kalla í auknum mæli eftir sjálfvirkum lausnum til að vinna úr lánshæfisgögnum og til að taka ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti. Þess vegna höfum við unnið með fjölda fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis við að útbúa viðskiptareglur – lausn sem vinnur samhliða með gögn fyrirtækja og gögn frá Creditinfo til að taka mikilvægar ákvarðanir á svipstundu. Töluverður vinnu- og tímasparnaður er fólginn í því að gera endurteknar ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti sjálfvirkar. Um leið og slíkir ferlar eru til staðar hjá fyrirtækjum verða ákvarðanir einnig nákvæmari vegna þess að þeir draga úr hættunni á mannlegum mistökum. Kostnaðurinn við slík mistök er oft hulinn og er fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja en marga myndi gruna. Ef það er eitthvað sem tölvur geta leyst vel af hólmi þá eru það margar endurteknar ákvarðanir. Fyrirtæki nýta starfsfólk sitt mun betur ef þeim tekst að draga úr slíkum verkefnum og þau geta í auknum mæli fært starfsfólk til krefjandi verkefna sem kalla á inntaksrík mannleg samskipti og skapandi hugsun. Þar sem útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja er að aukast skiptir máli fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um stöðu viðskiptavina sinna með tilliti til lánshæfis. Fyrirtæki sem vakta áhættuna í sínu viðskiptasafni hafa verðmæta yfirsýn yfir reksturinn sem veitir þeim skýrt samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem hafa sjálfvirka og vel skilgreinda ferla utan um viðskipti sín ganga skrefinu lengra og skapa grundvöll til að stunda stöðugan og traustan rekstur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Finnsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Vísbendingar eru um að útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja sé að aukast og því skiptir töluverðu máli fyrir fyrirtæki að fylgjast með því hvernig áhættan í þeirra viðskiptasafni er að þróast. Fyrirtæki sem eru meðvituð um sína stöðu eru betur í stakk búin til að grípa til aðgerða þegar áhættan á töpuðum kröfum eykst. Til þess að geta lagt mat á stöðuna er nauðsynlegt að hafa áreiðanleg gögn innan handar. Samkvæmt nýlegri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja er nýskráningum á vanskilaskrá farið að fjölga eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Rúm 3% íslenskra fyrirtækja komu ný inn á skrá á síðustu sex mánuðum en það er hærra hlutfall en hefur mælst á sambærilegu tímabili á síðustu tveimur árum. Alls eru 12,3% allra einkahlutafélaga og hlutafélaga á Íslandi á vanskilaskrá samkvæmt nýjustu mælingum. Þegar vanskil eru greind þá er ekki nóg að skoða aðeins fjölda fyrirtækja á vanskilaskrá heldur þarf einnig að líta til nýskráninga. Lögaðilar geta verið mislengi á skrá og því gefa nýskráningar betri mynd af því hver þróunin er hverju sinni. Sjá má aukningu á nýskráningum í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðfylgjandi mynd sýnir að mesta aukningin á sér stað í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun. Þá komu 4,62% fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun. Aukin umsvif – aukin áhætta Því stærra sem viðskiptasafn fyrirtækja er því erfiðara getur verið að halda utan um mögulega áhættu í því safni. Örar breytingar á viðskiptavinum gera þessa vinnu enn erfiðari og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki temji sér skilvirkar vinnureglur til að halda utan um viðskiptin. Eins skiptir miklu máli að fylgja eftir breytingum í viðskiptasafninu til að takmarka líkurnar á vanefndum viðskiptavina. Þegar ákvarðanir um reikningsviðskipti eru teknar þurfa þær ákvarðanir að vera byggðar á gögnum frekar en huglægu mati hverju sinni. Sérfræðiþekking skiptir miklu máli við ákvarðanatöku en hún nýtist illa ef hún er ekki tekin á traustum grundvelli áreiðanlegra gagna. Einnig eru auknar kröfur gerðar til fyrirtækja um hraða og nákvæmni í viðskiptum. Það er ljóst að þessum kröfum verður ekki mætt einungis með mannshöndinni. Kostir við sjálfvirkar ákvarðanir Sérstaða Creditinfo er fólgin í öflun nauðsynlegra upplýsinga til að styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Við höfum fundið fyrir því að fyrirtæki kalla í auknum mæli eftir sjálfvirkum lausnum til að vinna úr lánshæfisgögnum og til að taka ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti. Þess vegna höfum við unnið með fjölda fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis við að útbúa viðskiptareglur – lausn sem vinnur samhliða með gögn fyrirtækja og gögn frá Creditinfo til að taka mikilvægar ákvarðanir á svipstundu. Töluverður vinnu- og tímasparnaður er fólginn í því að gera endurteknar ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti sjálfvirkar. Um leið og slíkir ferlar eru til staðar hjá fyrirtækjum verða ákvarðanir einnig nákvæmari vegna þess að þeir draga úr hættunni á mannlegum mistökum. Kostnaðurinn við slík mistök er oft hulinn og er fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja en marga myndi gruna. Ef það er eitthvað sem tölvur geta leyst vel af hólmi þá eru það margar endurteknar ákvarðanir. Fyrirtæki nýta starfsfólk sitt mun betur ef þeim tekst að draga úr slíkum verkefnum og þau geta í auknum mæli fært starfsfólk til krefjandi verkefna sem kalla á inntaksrík mannleg samskipti og skapandi hugsun. Þar sem útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja er að aukast skiptir máli fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um stöðu viðskiptavina sinna með tilliti til lánshæfis. Fyrirtæki sem vakta áhættuna í sínu viðskiptasafni hafa verðmæta yfirsýn yfir reksturinn sem veitir þeim skýrt samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem hafa sjálfvirka og vel skilgreinda ferla utan um viðskipti sín ganga skrefinu lengra og skapa grundvöll til að stunda stöðugan og traustan rekstur til framtíðar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun