Fótbolti

Sú besta ekki með á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hegerberg mun ekki leika með löndum sínum á HM
Hegerberg mun ekki leika með löndum sínum á HM vísir/getty
Ada Hegerberg verður ekki með Norðmönnum á HM kvenna í fótbolta í sumar þar sem hún neitar enn að spila með norska landsliðinu.

Hegerberg er talin besta knattspyrnukona heims og er handhafi Ballon d'Or verðlaunanna. Hún hefur hins vegar ekki spilað landsliðsfótbolta síðan 2017 í mótmælaskyni.

Hegerberg neitar að spila fyrir norska landsliðið til þess að mótmæla virðingarleysi við knattspyrnukonur í Noregi.

Systir hennar, Andrine Hegerberg sem spilar með Paris Saint-Germain, er heldur ekki í norska HM hópnum. 



Þar er hins vegar hin íslensk-ættaða María Þórisdóttir.

Norðmenn eru í riðli með heimamönnum Frakklands, Suður-Kóreu og Nígeríu á HM sem hefst 7. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×