Stafræn upprisa sálar Kolbeinn Marteinsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar