Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 08:25 Louis Farrakhan, leiðtogi Þjóðar íslams sem skilgreind hefur verið sem haturssamtök, og Alex Jones, stofnandi Infowars. Vísir/AP Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook hafa bannað öfgamenn eins og Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars, og Louis Farrakhan, leiðtoga Þjóðar íslams. Öfgamennirnir eru taldir brjóta gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Bannið nær einnig til annarra miðla Facebook eins og Instagram, aðdáendasíða öfgamannanna og annarra tengdra reikninga. Auk Jones og Farrakhan hafa hægriöfgamenn sem eru áberandi í Bandaríkjunum eins og Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer verið bannaðir á Facebook. Allir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jones hafði áður verið settur í tímabundið bann en nú er það varanlegt. Twitter hefur einnig bannað Jones, Loomer og Yiannopolous. Þeir sem urðu fyrir banninu saka Facebook um ritskoðun. Gagnrýnendur þeirra segja að Facebook sé aðeins að framfylgja eigin reglum fyrst núna með því að banna þá frá miðlinum. Infowars, sem Jones stofnaði og Watson vann fyrir hefur meðal annars dreift samsæriskenningum um Sandy Hook-fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum. Þjóð íslams sem Farrakhan stýrir hefur verið sökuð um að ala á andúð á gyðingum. Bandaríkin Facebook Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook hafa bannað öfgamenn eins og Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars, og Louis Farrakhan, leiðtoga Þjóðar íslams. Öfgamennirnir eru taldir brjóta gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Bannið nær einnig til annarra miðla Facebook eins og Instagram, aðdáendasíða öfgamannanna og annarra tengdra reikninga. Auk Jones og Farrakhan hafa hægriöfgamenn sem eru áberandi í Bandaríkjunum eins og Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer verið bannaðir á Facebook. Allir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jones hafði áður verið settur í tímabundið bann en nú er það varanlegt. Twitter hefur einnig bannað Jones, Loomer og Yiannopolous. Þeir sem urðu fyrir banninu saka Facebook um ritskoðun. Gagnrýnendur þeirra segja að Facebook sé aðeins að framfylgja eigin reglum fyrst núna með því að banna þá frá miðlinum. Infowars, sem Jones stofnaði og Watson vann fyrir hefur meðal annars dreift samsæriskenningum um Sandy Hook-fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum. Þjóð íslams sem Farrakhan stýrir hefur verið sökuð um að ala á andúð á gyðingum.
Bandaríkin Facebook Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47
Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14