„Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 10:19 Eurovision-hópurinn fyrir utan Útvarpshúsið eldsnemma í morgun. Íslenski Eurovision-hópurinn, með Hatara í fararbroddi, lagði af stað til Tel Aviv í Ísrael snemma í morgun. Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. Felix Bergsson er fararstjóri hópsins en auk Hataramanna er fjölmennt starfslið á leið til Ísrael, þ. á m. sjónvarpsfólkið Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV.Fyrsta æfingin á sunnudaginn Fyrsta æfing Hatara í Tel Aviv er á sunnudaginn og stígur sveitin þrettánda í röðinni á svið á fyrra undankvöldinu þann 14. maí. Felix ræddi för hópsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði þar að ferðin í nú væri um margt öðruvísi en fyrri ár þar sem hópurinn fyndi fyrir miklu meiri áhuga að utan. Felix gerði ekki ráð fyrir því að miklar breytingar yrðu á atriðinu á stóra sviðinu í Tel Aviv. Þá verði rólegra yfir hópnum fyrstu dagana en álagið aukist jafnt og þétt. „Stóru vörðurnar eru þessar æfingar. Við eigum æfingu 5. maí og aftur 9. maí, svo er opnunarhátíðin stóra 12. maí,“ sagði Felix. „Þannig að fyrri vikan er frekar rólegri og möguleiki á því að taka því rólega og leyfa viðtöl og annað slíkt en þegar við erum komin af stað inn í seinni vikuna þá rennur þetta bara fram hjá okkur eins og ég veit ekki hvað.“Snúa aftur „með fangið fullt af ást“ Gustað hefur um hópinn á samfélagsmiðlum í morgun en Gísli Marteinn birt t.d. mynd af hinu fríða föruneyti, íklæddu sérstökum Hataragöllum, fyrir utan Útvarpshúsið á Instagram-reikningi sínum í morgun. „Hatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást,“ skrifaði Gísli Marteinn við myndina. View this post on InstagramHatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást. #esc2019 #hatriðmunsigra #eurovision2019 A post shared by Gísli Marteinn Baldursson (@gislimarteinn) on May 2, 2019 at 11:46pm PDT View this post on InstagramHATARI x DÖÐLUR A post shared by Sólbjört Sigurðardóttir (@solbjorts) on May 3, 2019 at 12:54am PDT View this post on InstagramWe’re on our way #eurovision #hatari #hatriðmunsigra #telaviv #iceland @einar.stef @matthiasharaldsson A post shared by Birna Ósk Hansdóttir (@birna76) on May 3, 2019 at 12:50am PDTGísli Marteinn burstar tennurnar í rútunni í morgun.Instagram/@birna76 Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn, með Hatara í fararbroddi, lagði af stað til Tel Aviv í Ísrael snemma í morgun. Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. Felix Bergsson er fararstjóri hópsins en auk Hataramanna er fjölmennt starfslið á leið til Ísrael, þ. á m. sjónvarpsfólkið Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV.Fyrsta æfingin á sunnudaginn Fyrsta æfing Hatara í Tel Aviv er á sunnudaginn og stígur sveitin þrettánda í röðinni á svið á fyrra undankvöldinu þann 14. maí. Felix ræddi för hópsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði þar að ferðin í nú væri um margt öðruvísi en fyrri ár þar sem hópurinn fyndi fyrir miklu meiri áhuga að utan. Felix gerði ekki ráð fyrir því að miklar breytingar yrðu á atriðinu á stóra sviðinu í Tel Aviv. Þá verði rólegra yfir hópnum fyrstu dagana en álagið aukist jafnt og þétt. „Stóru vörðurnar eru þessar æfingar. Við eigum æfingu 5. maí og aftur 9. maí, svo er opnunarhátíðin stóra 12. maí,“ sagði Felix. „Þannig að fyrri vikan er frekar rólegri og möguleiki á því að taka því rólega og leyfa viðtöl og annað slíkt en þegar við erum komin af stað inn í seinni vikuna þá rennur þetta bara fram hjá okkur eins og ég veit ekki hvað.“Snúa aftur „með fangið fullt af ást“ Gustað hefur um hópinn á samfélagsmiðlum í morgun en Gísli Marteinn birt t.d. mynd af hinu fríða föruneyti, íklæddu sérstökum Hataragöllum, fyrir utan Útvarpshúsið á Instagram-reikningi sínum í morgun. „Hatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást,“ skrifaði Gísli Marteinn við myndina. View this post on InstagramHatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást. #esc2019 #hatriðmunsigra #eurovision2019 A post shared by Gísli Marteinn Baldursson (@gislimarteinn) on May 2, 2019 at 11:46pm PDT View this post on InstagramHATARI x DÖÐLUR A post shared by Sólbjört Sigurðardóttir (@solbjorts) on May 3, 2019 at 12:54am PDT View this post on InstagramWe’re on our way #eurovision #hatari #hatriðmunsigra #telaviv #iceland @einar.stef @matthiasharaldsson A post shared by Birna Ósk Hansdóttir (@birna76) on May 3, 2019 at 12:50am PDTGísli Marteinn burstar tennurnar í rútunni í morgun.Instagram/@birna76
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira
Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55
Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19
Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00