Gapastokkurinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. maí 2019 09:00 Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar dómsmálaráðherra um að meiðyrði varði ekki lengur opinberum refsingum er framfaramál. Þar með er verið að aðlaga meiðyrðalöggjöfina að ríkjandi túlkun á tjáningarfrelsi og einnig er verið að tryggja að þeir sem verða fyrir meiðyrðum geti sótt rétt sinn. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem aðgreinir okkur frá einræðisríkjunum. Þar er hægt að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli með fangelsisvist og öðrum opinberum refsingum og varla hægt að ímynda sér neitt jafn þrúgandi eins og að geta ekki tjáð hug sinn. En tjáningarfrelsið verður ekki bara varið með lögum og reglum. Menning og tíðarandi skiptir máli. Því miður er farið að bera á því að einstakir hópar eru í raun farnir að ritstýra opinberri umræðu í landinu. Ofsafengin viðbrögð t.d. á netinu við ummælum eru til þess fallin að draga úr áhuga fólks til að tjá sig um málefni líðandi stundar. Vanalega er þessi ritskoðun færð í búning hinnar upplýstu umræðu, viðkomandi nær ekki upp í nef sér fyrir hneykslan og hinn „seki“ er kallaður öllum illum nöfnum, gerðar upp hinar verstu hvatir, gott ef viðkomandi er ekki gjörspillt handbendi o.s.frv. Verst er kannski að það skiptir máli hver segir hvað. Hinir og þessir eiga ekkert með að tjá sig um ákveðin málefni, nota ekki réttu hugtökin eða eru ekki á réttum aldri eða af réttu kyni. Ég ætla ekki að nefna dæmi, þið þekkið þetta úr umræðunni. En með öðrum orðum: einræðisstjórnir setja þegna sína í fangelsi fyrir rangar skoðanir, við setjum hvert annað í opinberan gapastokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar dómsmálaráðherra um að meiðyrði varði ekki lengur opinberum refsingum er framfaramál. Þar með er verið að aðlaga meiðyrðalöggjöfina að ríkjandi túlkun á tjáningarfrelsi og einnig er verið að tryggja að þeir sem verða fyrir meiðyrðum geti sótt rétt sinn. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem aðgreinir okkur frá einræðisríkjunum. Þar er hægt að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli með fangelsisvist og öðrum opinberum refsingum og varla hægt að ímynda sér neitt jafn þrúgandi eins og að geta ekki tjáð hug sinn. En tjáningarfrelsið verður ekki bara varið með lögum og reglum. Menning og tíðarandi skiptir máli. Því miður er farið að bera á því að einstakir hópar eru í raun farnir að ritstýra opinberri umræðu í landinu. Ofsafengin viðbrögð t.d. á netinu við ummælum eru til þess fallin að draga úr áhuga fólks til að tjá sig um málefni líðandi stundar. Vanalega er þessi ritskoðun færð í búning hinnar upplýstu umræðu, viðkomandi nær ekki upp í nef sér fyrir hneykslan og hinn „seki“ er kallaður öllum illum nöfnum, gerðar upp hinar verstu hvatir, gott ef viðkomandi er ekki gjörspillt handbendi o.s.frv. Verst er kannski að það skiptir máli hver segir hvað. Hinir og þessir eiga ekkert með að tjá sig um ákveðin málefni, nota ekki réttu hugtökin eða eru ekki á réttum aldri eða af réttu kyni. Ég ætla ekki að nefna dæmi, þið þekkið þetta úr umræðunni. En með öðrum orðum: einræðisstjórnir setja þegna sína í fangelsi fyrir rangar skoðanir, við setjum hvert annað í opinberan gapastokk.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar