Ömurlegur kumbaldi sem skyggir á Viðey Ari Brynjólfsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Í deiliskipulagi má byggingin vera 35 metra há. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira