Byr í segl KR fyrir kvöldið Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. maí 2019 10:00 Með sigri í kvöld getur KR orðið fyrsta liðið til að verða Íslandsmeistari sex ár í röð. Fréttablaðið/ernir KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga