Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:05 Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. Vísir/Vilhelm Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47