Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:05 Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. Vísir/Vilhelm Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47