Berglind starfar sem hönnuður en hún einbeitir sér að hönnun á fylgihlutum, svokölluðu Accessory Design, hefur hún meðal annars verið til umfjöllunar og fengið frábæra dóma í ítalska Vogue.
Leikstjórinn Þórhallur hefur verið að leikstýra auglýsingum fyrir nokkur af þekktustu fyrirtækjum í heimi eins og Nike, Adidas, Coca Cola, þekktustu bílafyrirtækin og símafyrirtækin.
Vala tók hús á þeim hjónum og við sjáum ævintýralega fallegt heimili þeirra og skoðum þeirra verkefni og svo leiddu þau Völu um nokkra áhugaverða staði í borginni. Þar sem Þórhallur er mikill listamaður og ástríðukokkur sýndi hann okkur hvernig hægt er að gera dásamlega gott pasta á einfaldan hátt.
Fyrri hlutann af þessari ævintýraferð til Ítalíu má sjá í spilaranum hér að neðan.