Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. maí 2019 19:45 Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Sjá meira
Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Sjá meira