Fyrstu æfingu Hatara í Tel Aviv lokið: „Ég man ekki eftir svona góðri fyrstu æfingu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. maí 2019 12:23 Mikið gengur á í fullkláruðu atriði Hatara. Instagram/@eurovision Fjöllistahópurinn og hljómsveitin Hatari, sem kemur til með að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Ísrael síðar í þessum mánuði, hefur lokið sinni fyrstu æfingu í Tel Aviv. Stutt myndband af æfingunni má sjá neðar í fréttinni. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns gekk æfingin afar vel. Gísli Marteinn er meðlimur fjölmenns starfsliðs sem Ríkisútvarpið sendi til Ísrael. „Þessi fyrsta æfing er aðallega til þess að fá tilfinningu fyrir sviðinu. Hvernig hljóð, dans, leikmynd og myndavélar hafa lært á atriðið í gegn um þær leiðbeiningar sem við höfum sent þeim,“ sagði Gísli í samtali við fréttastofu og bætti við að hann ræki ekki minni til þess að svona góður árangur hafi náðst á fyrstu æfingum íslenskra Eurovision-atriða í gegn um tíðina.Sjá einnig: „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Gísli sagði fyrsta rennsli lagsins „Hatrið mun sigra,“ eins og lag Hatara heitir, hafa hlotið einróma lof blaðamanna á svæðinu.Aðspurður út í breytingar á atriðinu frá því sem sást hér í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem sker úr um hver tekur þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, sagði Gísli þær ekki vera miklar. „Það er ekki mikil breyting á atriðinu. Það sem kemur á skjáina fyrir aftan hljómsveitina, það er aðeins búið að breyta þeim myndum,“ segir Gísli. Hann segir atriðið í grunninn vera eins og það atriði sem vann keppnina hér á Íslandi. Þó sé búið að bæta einum leikmun við atriðið. „Það er hnöttur sem trommugimpið stendur ofan á, eða inni í.“Ekkert bólar á yfirlýsingu Hatara Blaðamaður spurði Gísla út í fyrirhugaða yfirlýsingu Hatara, en hljómsveitin hafði gefið það út að von væri á yfirlýsingu frá sveitinni eftir að til Ísrael yrði komið. Kvaðst Gísli engin svör geta veitt við slíkum fyrirspurnum. „Vegir Hatara eru órannsakanlegir, þannig að það getur allt gerst.“ Hér að neðan má sjá YouTube myndband opinberrar rásar Eurovision af æfingunni. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. 3. maí 2019 10:19 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fjöllistahópurinn og hljómsveitin Hatari, sem kemur til með að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Ísrael síðar í þessum mánuði, hefur lokið sinni fyrstu æfingu í Tel Aviv. Stutt myndband af æfingunni má sjá neðar í fréttinni. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns gekk æfingin afar vel. Gísli Marteinn er meðlimur fjölmenns starfsliðs sem Ríkisútvarpið sendi til Ísrael. „Þessi fyrsta æfing er aðallega til þess að fá tilfinningu fyrir sviðinu. Hvernig hljóð, dans, leikmynd og myndavélar hafa lært á atriðið í gegn um þær leiðbeiningar sem við höfum sent þeim,“ sagði Gísli í samtali við fréttastofu og bætti við að hann ræki ekki minni til þess að svona góður árangur hafi náðst á fyrstu æfingum íslenskra Eurovision-atriða í gegn um tíðina.Sjá einnig: „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Gísli sagði fyrsta rennsli lagsins „Hatrið mun sigra,“ eins og lag Hatara heitir, hafa hlotið einróma lof blaðamanna á svæðinu.Aðspurður út í breytingar á atriðinu frá því sem sást hér í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem sker úr um hver tekur þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, sagði Gísli þær ekki vera miklar. „Það er ekki mikil breyting á atriðinu. Það sem kemur á skjáina fyrir aftan hljómsveitina, það er aðeins búið að breyta þeim myndum,“ segir Gísli. Hann segir atriðið í grunninn vera eins og það atriði sem vann keppnina hér á Íslandi. Þó sé búið að bæta einum leikmun við atriðið. „Það er hnöttur sem trommugimpið stendur ofan á, eða inni í.“Ekkert bólar á yfirlýsingu Hatara Blaðamaður spurði Gísla út í fyrirhugaða yfirlýsingu Hatara, en hljómsveitin hafði gefið það út að von væri á yfirlýsingu frá sveitinni eftir að til Ísrael yrði komið. Kvaðst Gísli engin svör geta veitt við slíkum fyrirspurnum. „Vegir Hatara eru órannsakanlegir, þannig að það getur allt gerst.“ Hér að neðan má sjá YouTube myndband opinberrar rásar Eurovision af æfingunni.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. 3. maí 2019 10:19 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19
Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00
„Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. 3. maí 2019 10:19