Svekkt með sekt án tillits til áralangrar hefðar íbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 14:16 Bílar í Auðarstræti í morgun með sekt á framrúðunum. Þóra Einarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað. Bílar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað.
Bílar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira