Ótímabundnu hléi á samskiptum íslenskra stjórnvalda við Rússa lokið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2019 08:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira