Ótímabundnu hléi á samskiptum íslenskra stjórnvalda við Rússa lokið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2019 08:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira