Orka staðreyndavitundar Konráð S.Guðjónsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar