Sveitin fer á sviðið um 13:25 að íslenskum tíma en slls keppa 41 þjóð í Eurovision en sex þeirra, stóru þjóðirnar svokölluðu, eiga sæti víst úrslitakvöldið 18. maí.
Aðrar þjóðir hafa lokið einni æfingu á sviðinu og fyrstu fimmtán þjóðirnar á svið á þriðjudagskvöldið æfa í Expo Tel Aviv í dag.
Útsendarar FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, eru nú þegar mættir í blaðamannahöllina í Tel Aviv og ætla þau Ísak Dimitris Pálmason og Laufey Helga Guðmundsdóttir að fylgjast með æfingunni í beinni útsendingu á Facebook-síðu FÁSES og lýsa hvernig hún gengur fyrir sig.
Hægt verður að horfa á útsendingu FÁSES hér í fréttinni þegar hún hefst. Samkvæmt upplýsingum þeirra er breytinga að vænta og mun Hatari prófa nýjan leikmun í stað svipanna tveggja sem Einar trommari var með á síðustu æfingu.