Án sýklalyfja Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Þó ekki sé nema tæplega öld liðin síðan sýklalyf litu dagsins ljós, þá virðist það vera nær óhugsandi að ímynda sér veröld án þeirra. Án þeirra getur minnsta skráma reynst banvæn; barnsburður hættulegur bæði móður og barni; berklar og lungnabólga illviðráðanlegir sjúkdómar, líffæraígræðslur og lyfjameðferðir við krabbameini ómögulegar. Sýklalyf eru bjargföst undirstaða nútíma læknisfræði, og þau eru vafalaust ein af grunnforsendum þeirra stórkostlegu framfara sem mannkyn hefur náð á undanförnum áratugum. Eins yfirþyrmandi og sú tilhugsun kann að vera – þá sérstaklega á tímum krafna um fordæmalausar aðgerðir í þágu umhverfisins, með tilheyrandi breytingum á lífsstíl okkar og venjum – þá blasir við okkur, að óbreyttu, ákveðið afturhvarf til fortíðar þegar sýklalyfin eru annars vegar. Samhæfingarnefnd alþjóðastofnana um þol gegn sýklalyfjum, sem sett var á laggirnar árið 2016, skilaði í gær tillögum sínum að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á heimsvísu. Tillögur hópsins, sem skipaður var afar fjölbreyttum hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, Alþjóðabankanum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnun og fleiri, verður lögð fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið verða tillögurnar notaðar til að uppfæra hnattræna aðgerðaáætlun frá árinu 2015. Í tillögum nefndarinnar er að finna afdráttarlaust ákall til heimsbyggðarinnar um aðgerðir, og það hið snarasta. Nefndin segir sýklalyfjaónæmi vera hnattræna ógn sem ógni heilli öld af framförum í heilbrigðisþjónustu. Sjúkdómar og veikindi tengd þoli gegn sýklalyfjum draga nú um 700 þúsund manns til dauða árlega. Fjöldinn gæti náð 10 milljónum manna árið 2050, verði ekkert að gert. Samhliða þessu verður þörf fyrir yfirþyrmandi, og jafnvel lamandi, útgjöld til heilbrigðismála – málaflokks sem í dag er víðast hvar undirfjármagnaður. Ástæðan fyrir þessari þróun er gegndarlaus sýklalyfjanotkun undanfarinna áratuga, hjá mönnum, dýrum og plöntum. Þessi mikla notkun hefur ýtt undir, auðveldað og hraðað myndun og útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sally Davies, fráfarandi landlæknir Bretlands, var einn af höfundum skýrslunnar. Í samtali við The Guardian bendir hún á að baráttan við sýklalyfjaónæmi eigi margt sammerkt með þeim verkefnum sem fylgja losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðurfari plánetunnar. Hún segir að ógnin sem fylgi ónæmi sé ekki minni en sú sem felst í loftslagsbreytingum. Þannig sé þörf á mun einbeittari aðgerðum gegn ónæmi en áður hefur þekkst. Umræðan um sýklalyfjaónæmi hér á landi er oftar en ekki háð í samhengi við lagabreytingar og tollkvóta, og þá úr skotgröfum stjórnmálanna. Hins vegar þarf að gera betur til að útskýra fyrir almenningi hvað felst í þessari miklu ógn. Hvernig til standi að eiga við hana, hvað hver og einn getur gert til að milda yfirvofandi högg þegar fortíðin knýr á dyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þó ekki sé nema tæplega öld liðin síðan sýklalyf litu dagsins ljós, þá virðist það vera nær óhugsandi að ímynda sér veröld án þeirra. Án þeirra getur minnsta skráma reynst banvæn; barnsburður hættulegur bæði móður og barni; berklar og lungnabólga illviðráðanlegir sjúkdómar, líffæraígræðslur og lyfjameðferðir við krabbameini ómögulegar. Sýklalyf eru bjargföst undirstaða nútíma læknisfræði, og þau eru vafalaust ein af grunnforsendum þeirra stórkostlegu framfara sem mannkyn hefur náð á undanförnum áratugum. Eins yfirþyrmandi og sú tilhugsun kann að vera – þá sérstaklega á tímum krafna um fordæmalausar aðgerðir í þágu umhverfisins, með tilheyrandi breytingum á lífsstíl okkar og venjum – þá blasir við okkur, að óbreyttu, ákveðið afturhvarf til fortíðar þegar sýklalyfin eru annars vegar. Samhæfingarnefnd alþjóðastofnana um þol gegn sýklalyfjum, sem sett var á laggirnar árið 2016, skilaði í gær tillögum sínum að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á heimsvísu. Tillögur hópsins, sem skipaður var afar fjölbreyttum hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, Alþjóðabankanum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnun og fleiri, verður lögð fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið verða tillögurnar notaðar til að uppfæra hnattræna aðgerðaáætlun frá árinu 2015. Í tillögum nefndarinnar er að finna afdráttarlaust ákall til heimsbyggðarinnar um aðgerðir, og það hið snarasta. Nefndin segir sýklalyfjaónæmi vera hnattræna ógn sem ógni heilli öld af framförum í heilbrigðisþjónustu. Sjúkdómar og veikindi tengd þoli gegn sýklalyfjum draga nú um 700 þúsund manns til dauða árlega. Fjöldinn gæti náð 10 milljónum manna árið 2050, verði ekkert að gert. Samhliða þessu verður þörf fyrir yfirþyrmandi, og jafnvel lamandi, útgjöld til heilbrigðismála – málaflokks sem í dag er víðast hvar undirfjármagnaður. Ástæðan fyrir þessari þróun er gegndarlaus sýklalyfjanotkun undanfarinna áratuga, hjá mönnum, dýrum og plöntum. Þessi mikla notkun hefur ýtt undir, auðveldað og hraðað myndun og útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sally Davies, fráfarandi landlæknir Bretlands, var einn af höfundum skýrslunnar. Í samtali við The Guardian bendir hún á að baráttan við sýklalyfjaónæmi eigi margt sammerkt með þeim verkefnum sem fylgja losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðurfari plánetunnar. Hún segir að ógnin sem fylgi ónæmi sé ekki minni en sú sem felst í loftslagsbreytingum. Þannig sé þörf á mun einbeittari aðgerðum gegn ónæmi en áður hefur þekkst. Umræðan um sýklalyfjaónæmi hér á landi er oftar en ekki háð í samhengi við lagabreytingar og tollkvóta, og þá úr skotgröfum stjórnmálanna. Hins vegar þarf að gera betur til að útskýra fyrir almenningi hvað felst í þessari miklu ógn. Hvernig til standi að eiga við hana, hvað hver og einn getur gert til að milda yfirvofandi högg þegar fortíðin knýr á dyr.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun