Sex hundruð milljónir til skiptanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2019 06:00 Jón Magnússon verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar heitins fagnaði sýknudómi með aðstandenum Tryggva í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Sex hundruð milljónir eru til skiptanna á milli þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti síðastliðið haust, í þeim viðræðum um bætur sem nú standa yfir milli hinna sýknuðu og aðstandenda þeirra annars vegar og setts ríkislögmanns fyrir hönd ríkisins hins vegar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Upphaflega hafi potturinn numið 400 milljónum en hann hefur verið hækkaður til að liðka fyrir því að samningar náist. Samkvæmt heimildum blaðsins miðast viðræðurnar við að fyrrnefndri fjárhæð verði skipt milli hinna sýknuðu eftir lengd gæsluvarðhalds og afplánunar óháð því hvort viðkomandi er enn á lífi en í tilviki þeirra Sævars Marínós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar rynnu bætur til erfingja þeirra. Þeir fimm menn sem sýknaðir voru síðastliðið haust voru frelsissviptir í samtals 9.942 daga. Framangreind fjárhæð myndi þýða um það bil 60 þúsund krónur fyrir hvern dag, ef miðað er eingöngu við lengd frelsissviptingar við skiptingu hennar milli hinna sýknuðu. Þær bætur sem fjórmenningum sem sátu í gæsluvarðhaldi í nokkra mánuði vegna Geirfinnsmálsins voru dæmdar á níunda áratugnum voru umtalsvert hærri og námu nokkrum hundruðum þúsunda fyrir hvern dag bak við lás og slá. Takist samningar þarf að setja sérstök lög um sáttina en lagt er upp með að um skattfrjálsar miskabætur yrði að ræða. Samkvæmt heimildum blaðsins er lagt upp með að með sáttum myndi málinu ljúka og hinir sýknuðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frekari bætur til dómstóla. Sá munur er á réttarstöðu hinna sýknuðu að þeir sem enn eru á lífi eiga hlutlægan skaðabótarétt á grundvelli laga um meðferð sakamála fyrir frelsissviptingu að ósekju. Þeir geta því freistað þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í stað þess að ná samningum utan dómstóla. Bótaréttur þessi erfist hins vegar ekki. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sex hundruð milljónir eru til skiptanna á milli þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti síðastliðið haust, í þeim viðræðum um bætur sem nú standa yfir milli hinna sýknuðu og aðstandenda þeirra annars vegar og setts ríkislögmanns fyrir hönd ríkisins hins vegar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Upphaflega hafi potturinn numið 400 milljónum en hann hefur verið hækkaður til að liðka fyrir því að samningar náist. Samkvæmt heimildum blaðsins miðast viðræðurnar við að fyrrnefndri fjárhæð verði skipt milli hinna sýknuðu eftir lengd gæsluvarðhalds og afplánunar óháð því hvort viðkomandi er enn á lífi en í tilviki þeirra Sævars Marínós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar rynnu bætur til erfingja þeirra. Þeir fimm menn sem sýknaðir voru síðastliðið haust voru frelsissviptir í samtals 9.942 daga. Framangreind fjárhæð myndi þýða um það bil 60 þúsund krónur fyrir hvern dag, ef miðað er eingöngu við lengd frelsissviptingar við skiptingu hennar milli hinna sýknuðu. Þær bætur sem fjórmenningum sem sátu í gæsluvarðhaldi í nokkra mánuði vegna Geirfinnsmálsins voru dæmdar á níunda áratugnum voru umtalsvert hærri og námu nokkrum hundruðum þúsunda fyrir hvern dag bak við lás og slá. Takist samningar þarf að setja sérstök lög um sáttina en lagt er upp með að um skattfrjálsar miskabætur yrði að ræða. Samkvæmt heimildum blaðsins er lagt upp með að með sáttum myndi málinu ljúka og hinir sýknuðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frekari bætur til dómstóla. Sá munur er á réttarstöðu hinna sýknuðu að þeir sem enn eru á lífi eiga hlutlægan skaðabótarétt á grundvelli laga um meðferð sakamála fyrir frelsissviptingu að ósekju. Þeir geta því freistað þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í stað þess að ná samningum utan dómstóla. Bótaréttur þessi erfist hins vegar ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent