Ari Eldjárn á ensku í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2019 10:30 Ari Eldjárn er einn þekktasti grínisti landsins. Mynd/hörður sveinsson Uppistandarinn Ari Eldjárn mun flytja ensku sýninguna sína Pardon My Icelandic í Þjóðleikhúsinu þann 25. maí. Sýningin, sem samanstendur af besta efni Ara í gegnum tíðina, hefur sjaldan verið flutt á ensku á Íslandi og af því tilefni verður hún kvikmynduð. Þegar blaðamaður spyr Ara hvort það sé ekki skrýtið að flytja uppistand sitt á ensku á Íslandi svarar hann neitandi. „Alls ekki. Það er mjög algengt núorðið að íslenskir viðburðir fram á ensku, til að mynda starfsmannaskemmtanir þar sem starfsmenn tala ekki allir íslensku, og með því að bjóða upp sýningu á ensku geta mun fleiri hlustað en ella. „Ég hlakka mjög mikið til og ætla mér að taka sýninguna upp. Sýningin hefur verið flutt í allskonar sölum út um allt en mér þykir persónulega svo vænt um Þjóðleikhúsið.“ Ari segir að sýningin sé samansafn af hans besta efni síðastliðin ár. „Rauði þráðurinn í sýningunni er Ísland og sjálfsmynd Íslendinga. Það er einnig gert mikið grín að Norðurlöndunum og Bretum.“Mikill léttir þegar vel gekk Á árunum 2017-2018 var Pardon My Icelandic sýnd 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu. Sýningin hlaut frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum þegar hún var frumsýnd og fékk meðal annars fjórar stjörnur í The Scotsman, stærsta dagblaði Skotlands. „Þetta fékk alveg rosalega fína dóma sem var mikill léttir og gaf manni ákveðið sjálfstraust að maður væri að gera eitthvað rétt.“En hvað kemur til að sýningin er sett upp að þessu sinni?„Ég er að fara að semja nýja sýningu fyrir Edinborgarhátíðina í ágúst þannig mig langar til að setja ákveðinn punkt aftan við þessa sýningu og taka hana upp í leiðinni. Sýningin hefur líka mjög sjaldan verið sýnd á ensku hérlendis og þó hún hafi verið flutt í ýmsum sölum víðsvegar um heim.“ Miðasala hefst í dag klukkan 12 á tix.is. Menning Uppistand Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Uppistandarinn Ari Eldjárn mun flytja ensku sýninguna sína Pardon My Icelandic í Þjóðleikhúsinu þann 25. maí. Sýningin, sem samanstendur af besta efni Ara í gegnum tíðina, hefur sjaldan verið flutt á ensku á Íslandi og af því tilefni verður hún kvikmynduð. Þegar blaðamaður spyr Ara hvort það sé ekki skrýtið að flytja uppistand sitt á ensku á Íslandi svarar hann neitandi. „Alls ekki. Það er mjög algengt núorðið að íslenskir viðburðir fram á ensku, til að mynda starfsmannaskemmtanir þar sem starfsmenn tala ekki allir íslensku, og með því að bjóða upp sýningu á ensku geta mun fleiri hlustað en ella. „Ég hlakka mjög mikið til og ætla mér að taka sýninguna upp. Sýningin hefur verið flutt í allskonar sölum út um allt en mér þykir persónulega svo vænt um Þjóðleikhúsið.“ Ari segir að sýningin sé samansafn af hans besta efni síðastliðin ár. „Rauði þráðurinn í sýningunni er Ísland og sjálfsmynd Íslendinga. Það er einnig gert mikið grín að Norðurlöndunum og Bretum.“Mikill léttir þegar vel gekk Á árunum 2017-2018 var Pardon My Icelandic sýnd 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu. Sýningin hlaut frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum þegar hún var frumsýnd og fékk meðal annars fjórar stjörnur í The Scotsman, stærsta dagblaði Skotlands. „Þetta fékk alveg rosalega fína dóma sem var mikill léttir og gaf manni ákveðið sjálfstraust að maður væri að gera eitthvað rétt.“En hvað kemur til að sýningin er sett upp að þessu sinni?„Ég er að fara að semja nýja sýningu fyrir Edinborgarhátíðina í ágúst þannig mig langar til að setja ákveðinn punkt aftan við þessa sýningu og taka hana upp í leiðinni. Sýningin hefur líka mjög sjaldan verið sýnd á ensku hérlendis og þó hún hafi verið flutt í ýmsum sölum víðsvegar um heim.“ Miðasala hefst í dag klukkan 12 á tix.is.
Menning Uppistand Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira