Sport

Segist ekki vera hommi en er þakklátur fyrir stuðninginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Faulkner er hér til hægri á myndinni.
Faulkner er hér til hægri á myndinni. vísir/getty
Ansi sérstakt atvik kom upp í Ástralíu er fólk þar í landi hélt að þekktur íþróttamaður hefði verið að stíga út úr skápnum og staðfesta að hann væri hommi. Það var misskilningur.

Hér er um að ræða krikketspilarann James Faulkner sem er landsliðsmaður. Hann birti mynd á Instagram með félaga sínum og móður sinni. Hann skrifaði við myndina: „Afmælismatur með kærastanum og mömmu.“ Hann leiðrétti svo færsluna og setti í sviga „besti vinur“.



 
 
 
View this post on Instagram
Birthday dinner with the boyfriend (best mate!!!) @robjubbsta and my mother @roslyn_carol_faulkner #togetherfor5years

A post shared by James Faulkner (@jfaulkner44) on Apr 29, 2019 at 3:10am PDT



Félagar hans í krikketsamfélaginu voru fljótir að setja ummæli við myndina. Óskuðu honum til hamingju með að hafa tekið skrefið og hrósuðu hugrekki hans.

„Það virðist vera einhver misskilningur út af þessari mynd. Ég er ekki hommi,“ sagði Faulkner sem fannst viðbrögðin þó frábær.

„Það var magnað að sjá þennan stuðning. Gleymum aldrei að ást er ást. Gott hjá fólki að sýna svona mikinn stuðning.“

Maðurinn sem er með honum á myndinni er besti vinur hans og þeir hafa búið saman í fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×