Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 15:44 Mótmælendur í átökum við öryggissveitir Nicolas Maduro. AP/Fernando Llano Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. Hann segir að uppreisnin verði fljótt kveðin niður og segir að Bandaríkin hafi líklega mútað verði til að sleppa Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014, úr haldi. López segir hermenn hafa sleppt sér og Arreaza færði engar sannanir fyrir máli sínu.Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir uppreisn hermannanna og hefur kallað eftir því að fleiri hermenn gangi til liðs við þá. Guaidó lýsti því yfir í morgun að um lokaáfangann í áætlun hans að koma Maduro frá völdum væri um að ræða.Sjá einnig: Guaidó fer fyrir uppreisn hersinsAP fréttaveitan segir þúsundir stuðningsmanna Guaidó hafa komið saman í Caracas, höfuðborg Venesúela. Arreaza segir þó að þeim muni ekki takast að komast á milli Maduro og hersins. Maduro segist hafa rætt við hershöfðingja sína í dag og þeir hafi fullvisst hann um að herinn væri hliðhollur honum. Engar vísbendingar eru um að meirihluti hermanna hafi gengið til liðs við Guaídó.#Venezuela : soldiers at Plaza Altamira in #Caracas hugging their families after defecting from the regime (via @NTN24ve). #30Abr#OperacionLibertadpic.twitter.com/zw3zdW6hmn — Thomas van Linge (@ThomasVLinge) April 30, 2019Blaðamenn Reuters segja líklegt að ef þetta nýjasta útspil Guaidó misheppnist verði það túlkað á þann veg að hann hafi ekki þann stuðning sem hann segist hafa. Það gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro, sem hefur þegar svipt Guaidó friðhelgi og opnað fjölmargar rannsóknir gegn honum, handtaki hann.Ekki náð miklum árangri með herinn Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs. Venesúela Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. Hann segir að uppreisnin verði fljótt kveðin niður og segir að Bandaríkin hafi líklega mútað verði til að sleppa Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014, úr haldi. López segir hermenn hafa sleppt sér og Arreaza færði engar sannanir fyrir máli sínu.Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir uppreisn hermannanna og hefur kallað eftir því að fleiri hermenn gangi til liðs við þá. Guaidó lýsti því yfir í morgun að um lokaáfangann í áætlun hans að koma Maduro frá völdum væri um að ræða.Sjá einnig: Guaidó fer fyrir uppreisn hersinsAP fréttaveitan segir þúsundir stuðningsmanna Guaidó hafa komið saman í Caracas, höfuðborg Venesúela. Arreaza segir þó að þeim muni ekki takast að komast á milli Maduro og hersins. Maduro segist hafa rætt við hershöfðingja sína í dag og þeir hafi fullvisst hann um að herinn væri hliðhollur honum. Engar vísbendingar eru um að meirihluti hermanna hafi gengið til liðs við Guaídó.#Venezuela : soldiers at Plaza Altamira in #Caracas hugging their families after defecting from the regime (via @NTN24ve). #30Abr#OperacionLibertadpic.twitter.com/zw3zdW6hmn — Thomas van Linge (@ThomasVLinge) April 30, 2019Blaðamenn Reuters segja líklegt að ef þetta nýjasta útspil Guaidó misheppnist verði það túlkað á þann veg að hann hafi ekki þann stuðning sem hann segist hafa. Það gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro, sem hefur þegar svipt Guaidó friðhelgi og opnað fjölmargar rannsóknir gegn honum, handtaki hann.Ekki náð miklum árangri með herinn Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs.
Venesúela Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent