„Hann lítur út fyrir að vera mjög hlý manneskja og kurteis. Það hefur ekki verið neitt neikvætt í framkomu hans hingað til“ segir Toshiki Toma, prestur innflytjenda, um Naruhito, krónprins Japans sem tekur við keisaratigninni nú á miðnætti. Toshiki bjó í Japan í rúmlega 30 ár og flutti til Íslands fáeinum árum eftir að Akihito keisari tók við völdum árið 1989.
Toshiki segir Akihito verið keisari á miklum friðartímum og að vinsældir hans og konungsfjölskyldunnar séu miklar. „Það eru meira en 70 prósent þjóðarinnar sem eru hrifin af keisaranum og fjölskyldu hans. Um 30 prósent eru hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Toshiki. „Það er bara eitt prósent sem er andvígt keisaranum.“
Akihito tilkynnti formlega að hann stígi til hliðar sem keisari í dag og tekur krónprinsinn við á morgun. „Þetta er allt saman mjög nýtt fyrir okkur,“ segir Toshiki. „Það eru tvö hundruð ár síðan að keisari afsalaði sér völdum.“ Það var árið 1813 sem keisari steig síðast til hliðar en það var keisaraynjan Toshiko.
Með afsali Akihito lýkur hinu svokallaða Heisei tímabili og Reiwa tímabilið rennur í garð með Naruhito keisara. Hann verður 126 keisari Japans.
Telur að arftaki Japanskeisara verði þjóðinni til sóma
Tengdar fréttir
Japanskeisari afsalar sér völdum
Valdaskipti verða í Japan á miðnætti. Þá tekur Naruhito krónprins við keisaraembættinu af öldruðum föður sínum, Akihito.