Segir fyrirtæki almennt ekki vera að hækka verð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 20:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir aðal atriði það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann. Kjaramál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann.
Kjaramál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira