Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2019 18:37 Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda
Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira