Loftslagsmál í brennipunkti í predikun biskups Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 11:45 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/ANton Í páskapredikun sr. Agnesar Sigurðardóttur, biskups, sem flutt var í Dómkirkjunni í morgun talar hún um hve loftslagsbreytingar séu aðkallandi vandamál sem takast þurfi á við. Ekki megi gefast upp og vitundarvakning sem hefur orðið í samfélaginu sé tákn vonar. Þar vísar hún í yfirlýsingu Davids Attenborough, sem bent hefur á að jarðarbúar standi frammi fyrir „óafturkræfum skaða á náttúrunni og samfélagslegu hruni,“ en enn sé von. Upprisuboðskapur Krists sé boðskapur vonar og lífs. Hún segir einnig að nú sé komið að siðferðinu, hugarfarinu og lífsstefnunni og að jarðarbúar verði að breyta um lífsstíl. Kristin trú geti hjálpað í þeim verkefnum, þar sem hún sé trú vonar og kærleika. Auk þess nefndi hún Gretu Thunberg og gagnrýni hennar á leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum, en hún sé fyrirmynd ungs fólks og hafi haft áhrif á heimsbyggðina og hugsunarhátt fólks. Hún nefnir einnig að söfnuðir hér á landi séu vakandi fyrir umhverfismálum og vinni eftir skipulagi til að fá umhverfisvottun sem „grænar kirkjur.“ „Þess vegna er svo gott að minnast upprisunnar. Minnast þess að eftir krossfestinguna kom upprisan. Eftir dauðann kom lífið. Eftir vonleysið kom vonin. Eftir veturinn kemur vorið. Við skulum því aldrei gefast upp fyrir því sem miður fer, eða því sem ógnar okkur, hræðir okkur eða veldur okkur hverskonar sársauka, því upprisa Jesú boðar okkur nýja tíma og nýja von.“ Hægt er að nálgast prédikunina í heild sinni hér. Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Í páskapredikun sr. Agnesar Sigurðardóttur, biskups, sem flutt var í Dómkirkjunni í morgun talar hún um hve loftslagsbreytingar séu aðkallandi vandamál sem takast þurfi á við. Ekki megi gefast upp og vitundarvakning sem hefur orðið í samfélaginu sé tákn vonar. Þar vísar hún í yfirlýsingu Davids Attenborough, sem bent hefur á að jarðarbúar standi frammi fyrir „óafturkræfum skaða á náttúrunni og samfélagslegu hruni,“ en enn sé von. Upprisuboðskapur Krists sé boðskapur vonar og lífs. Hún segir einnig að nú sé komið að siðferðinu, hugarfarinu og lífsstefnunni og að jarðarbúar verði að breyta um lífsstíl. Kristin trú geti hjálpað í þeim verkefnum, þar sem hún sé trú vonar og kærleika. Auk þess nefndi hún Gretu Thunberg og gagnrýni hennar á leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum, en hún sé fyrirmynd ungs fólks og hafi haft áhrif á heimsbyggðina og hugsunarhátt fólks. Hún nefnir einnig að söfnuðir hér á landi séu vakandi fyrir umhverfismálum og vinni eftir skipulagi til að fá umhverfisvottun sem „grænar kirkjur.“ „Þess vegna er svo gott að minnast upprisunnar. Minnast þess að eftir krossfestinguna kom upprisan. Eftir dauðann kom lífið. Eftir vonleysið kom vonin. Eftir veturinn kemur vorið. Við skulum því aldrei gefast upp fyrir því sem miður fer, eða því sem ógnar okkur, hræðir okkur eða veldur okkur hverskonar sársauka, því upprisa Jesú boðar okkur nýja tíma og nýja von.“ Hægt er að nálgast prédikunina í heild sinni hér.
Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira