Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. apríl 2019 17:13 Í yfirlýsingu frá Orku náttúrunnar sem fréttastofu barst fyrr í dag segist fyrirtækið að ávallt hafa haldið vatnshæð Skorradalsvatns innan þeirra marka sem Orkustofnun hefur sett um hæstu leyfilegu vatnshæð. ON hafi auk þess sett sér lægri mörk en opinberar kröfur segja til um vegna lífríkisins við vatnið og til að koma til móts við íbúa og sumarhúsaeigendur við Skorradalsvatn. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta Stöðvar 2 þar sem rætt var við landeiganda í Skorradal. Sá sagði ON ekki efna gefin loforð um að tryggt yrði að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns færi ekki yfir leyfileg mörk. Í yfirlýsingunni segir að á vorin sé unnið eftir samkomulagi sem gert hafi verið við heimafólk á svæðinu um að lækka vatnshæð fyrr en ella til þess að búið verði að ná sumarhæð þann 15. maí. „En náttúran getur spilað þar stór hlutverk og erfitt getur verið að ráða við leysingar sem valda miklum vatnavöxtum, líkt og gerðist í vikunni og var tilefni fréttarinnar. Þá getur tímabundið hækkað lítillega aftur en vegna þess að brugðist var hratt við leysingunum þegar viðvaranir frá vöktunarkerfum ON bárust, þá tókst að halda vatninu innan þeirra marka sem fyrirtækið hefur sett sér,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ON hafi lagt sig fram um að starfa í sátt við samfélagið í Skorradal og komi til með að gera það áfram. Haft hafi verið samband við fulltrúa fólks í dalnum til þess að fara yfir málið. Þá verði skoðað hvort hægt sé að bregðast fyrr við hækkun vatnsborðsins og koma þannig í veg fyrir sveiflur vatnshæðarinnar, eins og þeirra sem urðu í vikunni. Í tilkynningunni segir að þær sveiflur megi rekja til mikilla leysinga á svæðinu síðustu daga. Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Orku náttúrunnar sem fréttastofu barst fyrr í dag segist fyrirtækið að ávallt hafa haldið vatnshæð Skorradalsvatns innan þeirra marka sem Orkustofnun hefur sett um hæstu leyfilegu vatnshæð. ON hafi auk þess sett sér lægri mörk en opinberar kröfur segja til um vegna lífríkisins við vatnið og til að koma til móts við íbúa og sumarhúsaeigendur við Skorradalsvatn. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta Stöðvar 2 þar sem rætt var við landeiganda í Skorradal. Sá sagði ON ekki efna gefin loforð um að tryggt yrði að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns færi ekki yfir leyfileg mörk. Í yfirlýsingunni segir að á vorin sé unnið eftir samkomulagi sem gert hafi verið við heimafólk á svæðinu um að lækka vatnshæð fyrr en ella til þess að búið verði að ná sumarhæð þann 15. maí. „En náttúran getur spilað þar stór hlutverk og erfitt getur verið að ráða við leysingar sem valda miklum vatnavöxtum, líkt og gerðist í vikunni og var tilefni fréttarinnar. Þá getur tímabundið hækkað lítillega aftur en vegna þess að brugðist var hratt við leysingunum þegar viðvaranir frá vöktunarkerfum ON bárust, þá tókst að halda vatninu innan þeirra marka sem fyrirtækið hefur sett sér,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ON hafi lagt sig fram um að starfa í sátt við samfélagið í Skorradal og komi til með að gera það áfram. Haft hafi verið samband við fulltrúa fólks í dalnum til þess að fara yfir málið. Þá verði skoðað hvort hægt sé að bregðast fyrr við hækkun vatnsborðsins og koma þannig í veg fyrir sveiflur vatnshæðarinnar, eins og þeirra sem urðu í vikunni. Í tilkynningunni segir að þær sveiflur megi rekja til mikilla leysinga á svæðinu síðustu daga.
Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37