Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2019 20:00 Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið þurfa á verðhækkunum að halda til að geta haldið áfram rekstri. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira