Fyrsti sigurinn á PGA á ferlinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. apríl 2019 22:04 C.T. Pan var bestur á lokasprettinum vísir/getty Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira