Þrettán hafa verið handteknir á Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2019 22:45 Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. AP/Chamila Karunarathne Þrettán hafa verið handteknir í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása á Srí Lanka. Þrír lögregluþjónar létu lífið í aðgerðum lögreglu í dag þar sem ráðist var til atlögu í húsi í Colombo, höfuðborg landsins. Lögreglan segir að fólk í húsinu hafi sprengt sig í loft upp. Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. Talið er að minnst 32 hinna látnu séu erlendir. Þar af einhverjir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Kína og Portúgal.Ríkisstjórn Srí Lanka segist hafa búið yfir upplýsingum um árásir á kirkjur og þær upplýsingar hafi snúið að lítt þekktum samtökum íslamista. Lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. AP fréttaveitan segir afar fá tilfelli í sögu Srí Lanka um að öfgasamtök múslima hafi gripið til ofbeldis þar í landi. Hins vegar hefur nokkuð verið um ofbeldi gegn kristnu fólki á undanförnum árum.Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þó er óttast að þær muni leiða til ofbeldis á milli trúarfylkinga á Srí Lanka. Lögreglan segir að bensínsprengju hafi verið kastað í mosku og kveikt hafi verið í tveimur verslunum sem reknar eru af múslimum á Srí Lanka í dag. Samkvæmt tölum frá 2012 voru 70 prósent um 22 milljóna íbúa Srí Lanka búddistar. 12,6 prósent voru hindúar, 9,7 prósent íslamstrúar og 7,6 prósent kristnir. Ríkisstjórn landsins setti á útgöngubann í Colombo í dag og lokaði á aðgang fólks að samfélagsmiðlum. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka sagðist í dag óttast að ódæðið leiði til óaldar í landinu og hefur heitið því að finna hina seku. AFP fréttaveitan segir áðurnefndar upplýsingar hafa borist til Srí Lanka frá erlendri leyniþjónustu fyrir tíu dögum síðan. Þær upplýsingar innhéldu viðvörun við því að samtök sem kallast NTJ (National Thowheeth Jama´ath) hafi ætlað að framkvæma sjálfsmorðsárásir í kirkjum og víðar. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45 Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Þrettán hafa verið handteknir í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása á Srí Lanka. Þrír lögregluþjónar létu lífið í aðgerðum lögreglu í dag þar sem ráðist var til atlögu í húsi í Colombo, höfuðborg landsins. Lögreglan segir að fólk í húsinu hafi sprengt sig í loft upp. Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. Talið er að minnst 32 hinna látnu séu erlendir. Þar af einhverjir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Kína og Portúgal.Ríkisstjórn Srí Lanka segist hafa búið yfir upplýsingum um árásir á kirkjur og þær upplýsingar hafi snúið að lítt þekktum samtökum íslamista. Lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. AP fréttaveitan segir afar fá tilfelli í sögu Srí Lanka um að öfgasamtök múslima hafi gripið til ofbeldis þar í landi. Hins vegar hefur nokkuð verið um ofbeldi gegn kristnu fólki á undanförnum árum.Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þó er óttast að þær muni leiða til ofbeldis á milli trúarfylkinga á Srí Lanka. Lögreglan segir að bensínsprengju hafi verið kastað í mosku og kveikt hafi verið í tveimur verslunum sem reknar eru af múslimum á Srí Lanka í dag. Samkvæmt tölum frá 2012 voru 70 prósent um 22 milljóna íbúa Srí Lanka búddistar. 12,6 prósent voru hindúar, 9,7 prósent íslamstrúar og 7,6 prósent kristnir. Ríkisstjórn landsins setti á útgöngubann í Colombo í dag og lokaði á aðgang fólks að samfélagsmiðlum. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka sagðist í dag óttast að ódæðið leiði til óaldar í landinu og hefur heitið því að finna hina seku. AFP fréttaveitan segir áðurnefndar upplýsingar hafa borist til Srí Lanka frá erlendri leyniþjónustu fyrir tíu dögum síðan. Þær upplýsingar innhéldu viðvörun við því að samtök sem kallast NTJ (National Thowheeth Jama´ath) hafi ætlað að framkvæma sjálfsmorðsárásir í kirkjum og víðar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45 Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45
Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27
„Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54
Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00