Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 18:30 Aðstandendur syrgja hina 12 ára gömlu Sneha Savindi, eitt af fórnarlömbum hryðjuverkanna. AP/Gemunu Amarasinghe Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24