„Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 23:30 Daniel og Amelie Linsay létust í hryðjuverkaárásinni í Srí Lanka á páskadag. Mynd/Linsay-fjölskyldan Faðir tveggja fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Srí Lanka segist velta því fyrir sér í sífellu hvort hann hafi getað gert eitthvað öðruvísi til þess að vernda börnin sín tvö sekúndurnar örlagaríku sem sprengjurnar sprungu í kringum þau. Í viðtali við CNN lýsir Matt Linsey tilfinningum sem bærast í brjósti hans eftir að hann slapp naumlega undan árásinni sem gerð var á Shangri-La hótelið í Colombo á Srí Lanka á páskadag. Börn hans tvö sem voru á ferðalagi með honum voru ekki svo heppin. „Það sprakk sprengja og þau hlupu bæði í áttina til mín,“ sagði Matt Linsey í samtali við CNN. „Ég viss að það væri önnur sprengja vegna þess að það er það alltaf í svona árásum.“ Börnin hans tvö, Daniel og Amelie Linsey, 21 og 19 ára gömul, reyndu að flýja ásamt föður sínum en þegar þau voru að nálgast lyftu á hótelinu sprakk sprengja númer tvö. Daniel og Amelie urðu fyrir henni. „Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum,“ sagði hinn 61 árs gamli Matt í viðtalinu tilfinningaríka en áður en árásin hófst höfðu þau verið að fá sér morgunmat á hótelinu. Í viðtalinu lýsir Matt því hvernig hann hafi hlaupið í átt að Daniel og Amelie eftir sprenginguna. „Þau voru bæði meðvitundarlaus en dóttir mín virtist hreyfa sig. Kona bauðst til þess að koma dóttur minni í sjúkrabíl en ég þurfti hjálp til að koma syni mínum niður,“ sagði Matt.Ástin er svarið Matt ályktaði sem svo að Amelie væri minna slösuð og því var hann við hlið Daniel í sjúkrabílnum þar sem hann og bráðaliðar reyndu að endurlífga son hans, án árangurs. Við komuna á sjúkrahúsið hófst leitin að Amelie. Hún fannst undir ábreiðu á sjúkrahúsinu, látin. Spurður að því hvort hann sé ekki reiður yfir því að hafa misst tvö af börnum sínum í árás sem þessari svarar hann að ákveðið lag komi upp í huga hans. „Eitt af uppáhaldslögum okkar dóttur minnar var lag sem heitir Love is the answer. Þegar ég missti föður minn varð þetta lagið okkar, hún var bara sex ára. Jú, maður vill að ríkisstjórnin geri það sem þeir geti til að stoppa þetta fólk,“ sagði Matt sem var með skilaboð til þeirra sem frömdu hryðjuverkin. „Ástin er svarið og það að hjálpa fólki.“ Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Faðir tveggja fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Srí Lanka segist velta því fyrir sér í sífellu hvort hann hafi getað gert eitthvað öðruvísi til þess að vernda börnin sín tvö sekúndurnar örlagaríku sem sprengjurnar sprungu í kringum þau. Í viðtali við CNN lýsir Matt Linsey tilfinningum sem bærast í brjósti hans eftir að hann slapp naumlega undan árásinni sem gerð var á Shangri-La hótelið í Colombo á Srí Lanka á páskadag. Börn hans tvö sem voru á ferðalagi með honum voru ekki svo heppin. „Það sprakk sprengja og þau hlupu bæði í áttina til mín,“ sagði Matt Linsey í samtali við CNN. „Ég viss að það væri önnur sprengja vegna þess að það er það alltaf í svona árásum.“ Börnin hans tvö, Daniel og Amelie Linsey, 21 og 19 ára gömul, reyndu að flýja ásamt föður sínum en þegar þau voru að nálgast lyftu á hótelinu sprakk sprengja númer tvö. Daniel og Amelie urðu fyrir henni. „Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum,“ sagði hinn 61 árs gamli Matt í viðtalinu tilfinningaríka en áður en árásin hófst höfðu þau verið að fá sér morgunmat á hótelinu. Í viðtalinu lýsir Matt því hvernig hann hafi hlaupið í átt að Daniel og Amelie eftir sprenginguna. „Þau voru bæði meðvitundarlaus en dóttir mín virtist hreyfa sig. Kona bauðst til þess að koma dóttur minni í sjúkrabíl en ég þurfti hjálp til að koma syni mínum niður,“ sagði Matt.Ástin er svarið Matt ályktaði sem svo að Amelie væri minna slösuð og því var hann við hlið Daniel í sjúkrabílnum þar sem hann og bráðaliðar reyndu að endurlífga son hans, án árangurs. Við komuna á sjúkrahúsið hófst leitin að Amelie. Hún fannst undir ábreiðu á sjúkrahúsinu, látin. Spurður að því hvort hann sé ekki reiður yfir því að hafa misst tvö af börnum sínum í árás sem þessari svarar hann að ákveðið lag komi upp í huga hans. „Eitt af uppáhaldslögum okkar dóttur minnar var lag sem heitir Love is the answer. Þegar ég missti föður minn varð þetta lagið okkar, hún var bara sex ára. Jú, maður vill að ríkisstjórnin geri það sem þeir geti til að stoppa þetta fólk,“ sagði Matt sem var með skilaboð til þeirra sem frömdu hryðjuverkin. „Ástin er svarið og það að hjálpa fólki.“
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01