Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. apríl 2019 07:45 Corbyn og May, leiðtogar stærstu flokka Bretlands. Nordicphotos/AFP Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. Fyrsta lota viðræðna bar ekki árangur og fékk May nokkra gagnrýni á sig frá öðrum úr Íhaldsflokki fyrir að leita á náðir stjórnarandstöðunnar. Algjör pattstaða hefur ríkt á breska þinginu um Brexit. Þingið hefur í þrígang hafnað þeim samningi sem May-stjórnin náði við ESB um útgöngu en hefur sömuleiðis mistekist að ná saman um aðra nálgun í útgöngumálinu. Þá hefur þingið einnig hafnað samningslausri útgöngu og hefur því þurft að fresta útgöngu í tvígang. Nigel Evans, Íhaldsmaður og annar stjórnenda hinnar áhrifaríku 1992-nefndar flokksins, er sér meðal annars um vantraustsatkvæðagreiðslur, sagði við BBC í gær að May ætti að segja af sér eins og skot. „Eina leiðin út úr þessari pattstöðu er að Íhaldsflokkurinn fái nýjan leiðtoga,“ sagði Evans. Hann bætti því svo við að May væri nú að leita til Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, þegar hún ætti að vera að leita til þjóðarinnar. Ósáttir Íhaldsmenn fengu það í gegn í vikunni að viðbótarlandsfundur yrði haldinn í næsta mánuði. Þar munu fulltrúar flokksins hvaðanæva af Bretlandi ræða um ráðgefandi vantrauststillögu á hendur May. Þetta er gert þar sem þingmenn mega ekki lýsa yfir vantrausti á May fyrr en í desember sökum þess að niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu í desember síðastliðnum var May í hag. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira
Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. Fyrsta lota viðræðna bar ekki árangur og fékk May nokkra gagnrýni á sig frá öðrum úr Íhaldsflokki fyrir að leita á náðir stjórnarandstöðunnar. Algjör pattstaða hefur ríkt á breska þinginu um Brexit. Þingið hefur í þrígang hafnað þeim samningi sem May-stjórnin náði við ESB um útgöngu en hefur sömuleiðis mistekist að ná saman um aðra nálgun í útgöngumálinu. Þá hefur þingið einnig hafnað samningslausri útgöngu og hefur því þurft að fresta útgöngu í tvígang. Nigel Evans, Íhaldsmaður og annar stjórnenda hinnar áhrifaríku 1992-nefndar flokksins, er sér meðal annars um vantraustsatkvæðagreiðslur, sagði við BBC í gær að May ætti að segja af sér eins og skot. „Eina leiðin út úr þessari pattstöðu er að Íhaldsflokkurinn fái nýjan leiðtoga,“ sagði Evans. Hann bætti því svo við að May væri nú að leita til Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, þegar hún ætti að vera að leita til þjóðarinnar. Ósáttir Íhaldsmenn fengu það í gegn í vikunni að viðbótarlandsfundur yrði haldinn í næsta mánuði. Þar munu fulltrúar flokksins hvaðanæva af Bretlandi ræða um ráðgefandi vantrauststillögu á hendur May. Þetta er gert þar sem þingmenn mega ekki lýsa yfir vantrausti á May fyrr en í desember sökum þess að niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu í desember síðastliðnum var May í hag.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira