Myndina má finna á Instagram-reikningi Clarke en hún fer með hlutverk Daenerys Targaryen í þáttunum og Kit Harington leikur Jon Snow.
Þegar nú er komið við sögu í þáttunum er einmitt samband þeirra að verða alvarlegra. En þau kunna greinilega að hafa gaman eins og sjá má hér að neðan.
Game of Thrones eru sýndir á Stöð 2 en fjallað var ítarlega um annan þátt nýjustu þáttaraðarinnar á Vísi í dag.