Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 14:00 Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. EPA/LUONG THAI LINH Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af árásinni í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem finna á myndbönd sem innihalda ofbeldi og jafnvel sjálfsvíg og eyða þeim, ekki skilgreint Christchurch myndbandið almennilega. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hve lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Í kjölfar árásinnar eyddi ritstjórnarkerfið minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni af Facebook á einum sólarhring. Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. Um er að ræða nefndarfund þar sem hatursglæpur voru til umræðu og voru fulltrúar frá Twitter og Alphabet, sem á Google og Youtube, einnig á fundinum. Fyrirtæki þessi hafa öll unnið að þróun gervigreindar sem finna á efni eins og nefnt er hér að ofan og fjarlægja það.Samkvæmt umfjöllun Bloomberg, sem var með blaðamann á fundinum, sagði einn þingmaður Verkamannaflokksins að honum virtist ritstjórnarkerfi þeirra ekki virka og lýsti hann miðlum fyrirtækjanna sem rotþróm. „Manni finnst eins og fyrirtækjum ykkar sé skítsama. Þið gefið frá ykkur mikinn áróður en grípið ekki til aðgerða,“ sagði Stephen Doughty. Marco Pancini frá YouTube svaraði Doughty og sagði fyrirtækin þurfa að standa sig betur og þau væru að standa sig betur. Bretland Facebook Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af árásinni í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem finna á myndbönd sem innihalda ofbeldi og jafnvel sjálfsvíg og eyða þeim, ekki skilgreint Christchurch myndbandið almennilega. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hve lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Í kjölfar árásinnar eyddi ritstjórnarkerfið minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni af Facebook á einum sólarhring. Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. Um er að ræða nefndarfund þar sem hatursglæpur voru til umræðu og voru fulltrúar frá Twitter og Alphabet, sem á Google og Youtube, einnig á fundinum. Fyrirtæki þessi hafa öll unnið að þróun gervigreindar sem finna á efni eins og nefnt er hér að ofan og fjarlægja það.Samkvæmt umfjöllun Bloomberg, sem var með blaðamann á fundinum, sagði einn þingmaður Verkamannaflokksins að honum virtist ritstjórnarkerfi þeirra ekki virka og lýsti hann miðlum fyrirtækjanna sem rotþróm. „Manni finnst eins og fyrirtækjum ykkar sé skítsama. Þið gefið frá ykkur mikinn áróður en grípið ekki til aðgerða,“ sagði Stephen Doughty. Marco Pancini frá YouTube svaraði Doughty og sagði fyrirtækin þurfa að standa sig betur og þau væru að standa sig betur.
Bretland Facebook Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira