Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 16:30 Frá jarðarför fórnarlamba árásanna. AP/Gemunu Amarasinghe Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka hefur farið fram á að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása um helgina. Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum í Srí Lanka. Árásirnar beindust gegn hótelum og kirkjum. Öryggisstofnunum landsins höfðu borist upplýsingar frá öðru ríki um að mögulega væri von á hryðjuverkárásum en svo virðist sem að lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. Þá segir ríkisstjórnin að þær upplýsingar hafi ekki borist til forsætisráðherra landsins eða annarra ráðherra. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að árásarmennirnir hafi verið „hermenn“ samtakanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru yfirvöld Srí Lanka óviss um aðkomu ISIS að árásunum en þó er talið að erlendir vígamenn hafi ráðlagt og fjármagnað árásirnar.58 hafa verið handteknir vegna árásanna en þeir eru allir frá Srí Lanka.Vísir/GraphicNewsRuwan Wijewardene, aðstoðarvarnarmálráðherra Srí Lanka, hefur sakað aðila sem slitu sig frá tveimur lítt þekktum öfgasamtökum múslima um árásirnar. Hann hefur sömuleiðis sagt að árásarmennirnir hafi flestir komið úr vel stæðum fjölskyldum og hafi verið vel menntaðir. Einn árásarmannanna er sagður hafa verið lögfræðingur og einhverjir munu hafa stundað nám í Bretlandi og Ástralíu. Yfirvöld Srí Lanka hafa sagt upplýsingarnar um mögulegar árásir hafa komið frá bæði Indlandi og Bandaríkjunum. Í samtali við CNN segir Alaina Teplitz, sendiherra Bandaríkjanna í Srí Lanka, að Bandaríkin hafi ekki búið yfir slíkum upplýsingum. Upplýsingarnar er sagðar hafa komið frá ISIS-liða í haldi Indverja. Íslamska ríkið birti myndband af sjö mönnum lýsa yfir hollustu við hryðjuverkasamtökin en umfangsmikil leit stendur nú yfir að Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ) og er talinn vera einnig á umræddu myndbandi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Bandaríkin Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka hefur farið fram á að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása um helgina. Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum í Srí Lanka. Árásirnar beindust gegn hótelum og kirkjum. Öryggisstofnunum landsins höfðu borist upplýsingar frá öðru ríki um að mögulega væri von á hryðjuverkárásum en svo virðist sem að lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. Þá segir ríkisstjórnin að þær upplýsingar hafi ekki borist til forsætisráðherra landsins eða annarra ráðherra. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að árásarmennirnir hafi verið „hermenn“ samtakanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru yfirvöld Srí Lanka óviss um aðkomu ISIS að árásunum en þó er talið að erlendir vígamenn hafi ráðlagt og fjármagnað árásirnar.58 hafa verið handteknir vegna árásanna en þeir eru allir frá Srí Lanka.Vísir/GraphicNewsRuwan Wijewardene, aðstoðarvarnarmálráðherra Srí Lanka, hefur sakað aðila sem slitu sig frá tveimur lítt þekktum öfgasamtökum múslima um árásirnar. Hann hefur sömuleiðis sagt að árásarmennirnir hafi flestir komið úr vel stæðum fjölskyldum og hafi verið vel menntaðir. Einn árásarmannanna er sagður hafa verið lögfræðingur og einhverjir munu hafa stundað nám í Bretlandi og Ástralíu. Yfirvöld Srí Lanka hafa sagt upplýsingarnar um mögulegar árásir hafa komið frá bæði Indlandi og Bandaríkjunum. Í samtali við CNN segir Alaina Teplitz, sendiherra Bandaríkjanna í Srí Lanka, að Bandaríkin hafi ekki búið yfir slíkum upplýsingum. Upplýsingarnar er sagðar hafa komið frá ISIS-liða í haldi Indverja. Íslamska ríkið birti myndband af sjö mönnum lýsa yfir hollustu við hryðjuverkasamtökin en umfangsmikil leit stendur nú yfir að Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ) og er talinn vera einnig á umræddu myndbandi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.
Bandaríkin Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24
Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06