Erlent

Kim og Pútín hyggjast efla samskipti Norður-Kóreu og Rússlands

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kim Jong un og Vladimir Putin segjast hafa átt góðan og gagnlegan fund.
Kim Jong un og Vladimir Putin segjast hafa átt góðan og gagnlegan fund. AP
Þeir Vladimír Putín Rússlandsforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, ætla að efla samskipti ríkjanna tveggja til muna en þetta var niðurstaða af fundi leiðtoganna tveggja í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir funda en leiðtogarnir tveir ræddu meðal annars kjarnorkuafvopnun á fundi sínum.

Mun Putín hafa lýst stuðningi við Kim vegna samskipta Norður Kóreu og Bandaríkjanna en síðasti fundur þeirra Kim Jong-unun og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í febrúar skilaði engri afgerandi niðurstöðu.

Að fundinum loknum sögðust Kim og Pútín hafa átt mjög innihaldsríkar samræður maður á mann og þeir hafi skipst á skoðunum um málefni líðandi stundar og sem varða hagsmuni beggja ríkja. Þá sagði Pútín að þeir hafi rætt samskipti Norður- og Suður-Kóreu og hvað væri hægt að gera til að stuðla að framförum á Kóreuskaga. Fyrir fundinn sagðist Kim vonast eftir gagnlegum fundi í þágu þess að þróa samskipti ríkjanna tveggja, sem eigi sér langa sögu sem einkennist af vináttu og gera það stöðugra og betra.


Tengdar fréttir

Kim sækir Pútín heim

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun ferðast til Rússlands og eiga þar fund með Vladímír Pútín, forseta Rússa. Frá þessu var greint í norðurkóreska ríkissjónvarpinu, KCNA, í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×